Málsnúmer 2018020006Vakta málsnúmer
Þann 1. október nk. taka gildi lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Með þeim er notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA), sem fram að þessu hefur verið veitt í tilraunaskyni samkvæmt bráðabirgðaákvæðum gildandi laga, lögfest sem þjónustuform. Jón Hrói Finnsson, sviðsstjóri búsetusviðs og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri stoðþjónustu á búsetusviði fóru yfir stöðu varðandi umsóknir um NPA og vinnu við undirbúning umsókna.
Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs, Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.