Málsnúmer 2018030309Vakta málsnúmer
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og lagði fram bréf velferðarráðuneytisins dagsett 2. október 2018 sem barst framkvæmdastjóra 12. desember 2018, varðandi nýsköpunar- og þróunarverkefni á sviði öldrunarþjónustu á Akureyri, þar sem Sjúkratryggingum Íslands er falið að ganga frá samningi við ÖA um almenn og sértæk dagdvalarrými með lengdum opnunartíma.
Framkvæmdastjóri greindi einnig frá framvindu og undirbúningi að því að breytt starfsemi hefjist, sem áætlað er að verði um miðjan janúar 2019.
Áður á dagskrá 1. október og 18. desember 2018.
Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista mætti í forföllum Hermanns Inga Arasonar.