Málsnúmer 2017090039Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju stefna velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022 ásamt viljayfirlýsingu velferðarráða beggja sveitarfélaganna frá 7. september 2017.
Með stefnuskjalinu var Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga til að marka stefnu á sviði velferðartækni og ætlar sérstaka fjárveitingu til að koma einstökum þáttum stefnunnar til framkvæmda.
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði til að hugað verði að gerð slíkrar stefnu og aðgerðaáætlunar fyrir a.m.k. ákveðna þætti starfsemi hjá velferðarráði.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi M-lista boðaði forföll og varamaður boðaði einnig forföll.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista vildi koma því á framfæri að hann fékk ekki aðgang að dagskrá og fylgigögnum á fundargátt Akureyrarbæjar fyrir fundinn.