Velferðarráð

1274. fundur 21. mars 2018 kl. 14:00 - 16:50 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjölskyldusvið - kynning á starfsemi fyrir velferðarráð 2018

Málsnúmer 2018030306Vakta málsnúmer

Kynnt var starfsemi skólasmiðju sem er samstarfsverkefni þriggja sviða, Öskjunnar og atvinnumála fatlaðra.

Otto Karl Tulinius félagsráðgjafi, Gyða Björk Aradóttir ráðgjafi, Fanney Jónsdóttir ráðgjafi og Elinborg Sigríður Freysdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

2.10 ára áætlun Akureyrarbæjar - velferðarsvið

Málsnúmer 2018030057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að 10 ára áætlun fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu sat fundinn undir þessum lið.

3.ÖA - breyting á skammtímarými í dagþjálfunarrými

Málsnúmer 2018030309Vakta málsnúmer

Lögð fram stutt samantekt og tillaga um að kanna möguleika þess að breyta hluta af hjúkrunarrýmum ÖA í skammtíma-/hvíldardvöl, í sérhæfð og almenn dagþjálfunarrými.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Halldóri S. Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA að fara í nánari skoðun og viðræður við velferðarráðuneytið, með að útfæra, að breyta 7-10 hjúkrunarrýmum í tímabundinni dvöl í 20-28 dagþjálfunarrými og koma þannig til móts við þarfir fleiri einstaklinga. Lögð verði áhersla á að um sé að ræða tímabundna breytingu til tveggja til fjögurra ára.

4.Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

Málsnúmer 2017080028Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti minnisblað sitt dagsett 20. mars 2018 um samstarf og samkomulag ÖA við Alzheimersamtökin.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð leggur til að unnið verði að gerð samstarfssamnings við Alzheimersamtökin og felur framkvæmdastjóra ÖA að vinna áfram að undirbúningi þessa í samráði við bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 16:50.