Málsnúmer 2016010108Vakta málsnúmer
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar hlutu styrk frá heilbrigðisráðherra, til gæðaverkefnisins "rafræn lyfjaumsýsla". Bryndís Björg Þórhallsdóttir sem stýrir verkefninu, forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar, veitti styrknum viðtöku í velferðarráðuneytinu þann 8. mars sl.
Lögð fram tilkynning um styrkinn dagsett 4. mars 2016 og samkomulag um styrk til gæðaverkefnis dagsett 8. mars 2016 en fjárhæðin kr. 500 þús. er bundin verkefninu og að skila þurfti stuttri greinargerð um ráðstöfun styrksins.