Samfélags- og mannréttindaráð

185. fundur 24. maí 2016 kl. 10:00 - 11:50 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður stýrði fundi í fjarveru Silju Daggar Baldursdóttur formanns.
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista sat fundinn í fjarveru Silju Daggar.
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista sat fundinn í fjarveru Bergþóru Þórhallsdóttur.

1.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Fulltrúar aðgerðarhóps bæjarstjórnar komu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir tillögum hópsins, sem samþykktar voru í bæjarráði 19. maí 2016.

Fundinn sátu undir þessum lið Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG.

2.Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - ýmis mál

Málsnúmer 2016010180Vakta málsnúmer

Umræður um forvarna- og æskulýðsmál og tómstundamál, starfið sl. vetur og framundan.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Lagt fram fjárhagsyfirlit janúar til apríl fyrir þá liði sem heyra undir ráðið.

Fundi slitið - kl. 11:50.