Framkvæmdaráð

325. fundur 19. febrúar 2016 kl. 08:15 - 11:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Eiríkur Jónsson S-lista mætti í stað Helenu Þuríðar Karlsdóttur.

1.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Kynning á vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson endurskoðandi hjá KPMG kynntu störf hópsins. Undir þessum lið sátu einnig Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri.

2.Gjaldskrá og samstarfssamningar SA árið 2016

Málsnúmer 2016010148Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri, Ólafur Stefánsson, lagði fram endurskoðaða tillögu um samstarfssamning við Hafnasamlag Norðurlands.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

3.Naustahverfi 6. áfangi - gatnagerð

Málsnúmer 2015020019Vakta málsnúmer

Farið yfir kröfur verktaka, G.V. Gröfur ehf, um verðbætur vegna framkvæmda við Hagahverfi.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu.

4.Snjómokstur - forgangur á gönguleiðum og við akbrautir í nágrenni skóla

Málsnúmer 2015110122Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir nýjum tillögum um forgang snjómoksturs á gönguleiðum og við akbrautir í nágrenni skóla bæjarins.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 10:47.

5.Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2015080078Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur um verklegar framkvæmdir og umhverfisátak ársins 2016.
Framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun og vísar nauðsynlegum viðaukum til bæjarráðs.

Þá samþykkir meirihluti framkvæmdaráðs umhverfisátak ársins 2016.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista leggst gegn því að framlag til hverfisnefnda og ráða verði lækkað.

6.Blindrafélagið - ferðaþjónusta blindra - endurskoðun á samningi

Málsnúmer 2011120036Vakta málsnúmer

Blindrafélagið hefur óskað eftir að gerður verði nýr samningur um ferðaþjónustu blindra á Akureyri.
Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að ganga frá samningsdrögum til samræmis við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á ný.

7.Önnur mál í framkvæmdaráði 2016

Málsnúmer 2016010009Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað:

Ég tel nauðsynlegt að tekin séu saman gögn um lengd gatnakerfisins og stígakerfisins í sveitarfélaginu. Einnig verði skoðað hvernig sú þróun hefur verið á undanförnum árum.

Ég tel þessi gögn mikilvæg inn í þá vinnu sem framundan er varðandi nýtt aðalskipulag. Nýtist vel í umræðu varðandi snjómokstur og nýja umhverfis- og samgöngustefnu sem nú er unnið að.

Fundi slitið - kl. 11:45.