Skákfélag Akureyrar - umsókn um endurnýjun á samningi - 2015

Málsnúmer 2015060184

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 169. fundur - 10.09.2015

Lagt var fram erindi frá Skákfélagi Akureyrar, dagsett 2. júní 2015, undirritað af Áskeli Erni Kárasyni formanni. Þar er óskað eftir nýjum samningi við félagið í stað samnings sem nú er runninn út. Einnig var lagður fram útreikningur á stigagjöf skv. reglum ráðsins.
Framkvæmdastjóra falið að gera nýjan samning til eins árs á sömu forsendum og eldri samningur byggði á. Ráðið mun fara í skoðun á öllum styrkveitingum ráðsins.
Ráðið felur framkvæmdastjóra einnig að ræða við forsvarsmenn félagsins um starf og rekstarlegan grundvöll félagsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 192. fundur - 15.11.2016

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að styrktarsamningi fyrir árin 2016-2018.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin og felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðum samningi við Skákfélag Akureyrar 2019 - 2021.

Frístundaráð - 45. fundur - 07.12.2018

Samningur við Skákfélag Akureyrar lagður fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

Bæjarráð - 3621. fundur - 13.12.2018

Liður 7 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. desember 2018:

Samningur við Skákfélag Akureyrar lagður fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun frístundaráðs.

Frístundaráð - 78. fundur - 24.06.2020

Lögð fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Skákfélags Akureyrar.

Frístundaráð - 83. fundur - 14.10.2020

Ársreikningar Skákfélags Akureyrar fyrir tímabilið 2019 - 2020 lagður fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 101. fundur - 12.10.2021

Lögð fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Skákfélags Akureyrar fyrir starfsárið 2020 til 2021.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 64. fundur - 11.12.2024

Lagður var fram samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem gildir til þriggja ára, frá 1. janúar 2024 - 31. desember 2026.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs til samþykktar.

Bæjarráð - 3874. fundur - 19.12.2024

Lagður fram til samþykktar samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem gildir frá 20. desember 2024 til 31. desember 2026.

Málið var á dagskrá fræðslu- og lýðheilsuráðs 11. desember sl. og var samningnum vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Skákfélag Akureyrar og felur bæjarstjóra að undirrita hann.