Frístundaráð

101. fundur 12. október 2021 kl. 15:00 - 17:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Haraldur Þór Egilsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Haraldur Þór Egilsson S-lista mætti í forföllum Sveins Arnarssonar.
Þura Björgvinsdóttir áheyrarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Starfsáætlun frístundaráðs lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála, Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Pálína Dagný Guðnadóttir rekstrarstjóri sundlauga sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir starfsáætlun og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.

Jafnframt samþykkir ráðið að vísa gjaldskrártillögum til bæjarráðs.


Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði í endurnýjun á íþróttagólfi og lýsingu í Íþróttahúsi Síðuskóla árið 2022. Einnig að kælivélar Skautahallarinnar verði endurnýjaðar samhliða framkvæmdum á félagsaðstöðu í Skautahöllinni árið 2022.



Frístundaráð óskar eftir framlagi frá búnaðarsjóði UMSA árið 2022 til að endurnýja fimleikadýnur í Íþróttamiðstöð Giljaskóla (4 millj.), endurnýja vallarklukku á Þórsvelli (3 millj.), endurnýjun borða og stóla í Víðilundi (7,5 millj.) og endurnýjun vélabúnaðar til viðhalds golfvallar og annarra grassvæða (15 millj.).

2.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara lögð fram til kynningar.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

3.Uppbygging á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar - KA

Málsnúmer 2021081217Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar um uppbyggingu á félagssvæði KA.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Það hefur áður komið til tals hér inni að meðfram kostnaðaráætlun á uppbyggingu mannvirkja sé rekstur mannvirkisins kostnaðargreindur. Ég hvet Akureyrarbæ til þess að fara í þá vinnu núna og meðfram allri uppbyggingu í framtíðinni og fækka þannig óvissuþáttum í þeim útgjöldum sem uppbyggingu fylgir.

4.Kvenna/jafnréttisstyrkir

Málsnúmer 2014040042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2021 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni f.h. stjórnar ÍBA þar sem ÍBA óskað er eftir 500.000 kr. viðbótarframlagi til kvenna/jafnréttisstyrkja frá frístundaráði vegna kvennakörfuboltans hjá Þór. Stjórn ÍBA telur einnig nauðsynlegt að taka reglurnar til efnislegrar endurskoðunar og ræða hvort tímabært sé að breyta þeim viðmiðum sem fram koma í reglunum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Frístundaráð samþykkir erindi ÍBA um að styrkja körfuknattleiksdeild Þórs um kr. 500.000 vegna kvennaliðsins.

Jafnframt samþykkir ráðið að reglur um kvenna/jafnréttisstyrki verði uppfærðar.

Viðar Valdimarsson M-lista situr hjá við afgreiðslu máls.

5.Frjálsíþróttaaðstaða, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja - þjóðarleikvangur

Málsnúmer 2020120026Vakta málsnúmer

Tölvupóstur frá Guðmundi Karlssyni framkvæmdastjóra FRÍ þar sem hvatt er til áframhaldandi uppbyggingar og viðhalds á íþróttamannvirkjum og að gert sé ráð fyrir í fjárhagsáætlunum næstu ára að fyrirliggjandi keppnis- og æfingaaðstæður fyrir frjálsíþróttir verði alltaf fullnægjandi.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

6.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs þann 15. september sl. var samþykkt að styrkja íþrótta- og tómstundafélög um 4 milljónir króna svo þau sjái sér fært að annast akstur iðkenda sinna í 1.- 4. bekk fram að áramótum. Sviðsstjóra var falið að ræða við forsvarsmenn félaganna og leggja tillögu að skiptingu fjárins milli þeirra fyrir næsta fund.

Tillaga sviðsstjóra lögð fram.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að styrkja KA, Þór og Skautafélag Akureyrar um kr. 1.300.000 fyrir hvert félag til að sinna frístundaakstri fyrir iðkendur í 1.- 4. bekk fram að áramótum.

7.Styrkbeiðni til frístundaráðs

Málsnúmer 2021090733Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. september 2021 frá Ólafi Torfasyni, Kolbeini Aðalsteinssyni og Hauki Snæ Baldurssyni fyrir hönd FF Múrbrjóta þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær styrki félagið með því að fella niður leigu á tímum í íþróttaaðstöðu Akureyrarbæjar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindi FF Múrbrjóta og felur forstöðumanni íþróttamála að gera tillögu að samningi sem gildir til þriggja ára.

8.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2021090769Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dagsettur 17. september 2021 frá Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu þar sem boðað er til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október nk. Fundurinn verður rafrænn.
Formaður frístundaráðs mun mæta á fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.

9.Tónræktin - starfsskýrslur

Málsnúmer 2018060435Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Tónræktarinnar fyrir vorönn 2021 ásamt ársreikningi fyrir árið 2020.

10.Skákfélag Akureyrar

Málsnúmer 2015060184Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Skákfélags Akureyrar fyrir starfsárið 2020 til 2021.

Fundi slitið - kl. 17:20.