Samfélags- og mannréttindaráð

169. fundur 10. september 2015 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista sat fundinn í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista sat fundinn í forföllum Bergþóru Þórhallsdóttur.

1.Ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa og nefndarmanna

Málsnúmer 2014070048Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og kynnti reglur um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.
Einnig var farið yfir siðareglur kjörinna fulltrúa.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundastarfs og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sátu fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2014080019Vakta málsnúmer

Lagt var fram yfirlit um rekstur í janúar til júlí fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundastarfs og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sátu fundinn undir þessum lið.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Forsendur fjárhagsáætlunar 2016, samþykktar af bæjarráði, lagðar fram til kynningar og umræðu.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundastarfs og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sátu fundinn undir þessum lið.

4.Gæfusporið 2013-2015

Málsnúmer 2013080206Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi dagsett 25. mars 2015 frá Starfsendurhæfingu Norðurlands, undirritað af Geirlaugu G. Björnsdóttur framkvæmdastjóra. Í erindinu sem upphaflega var sent til velferðarráðs er óskað eftir framlengingu á samningi um styrk til verkefnisins Gæfusporsins.
Framkvæmdastjóri greindi frá samskiptum við og nánari upplýsingum frá bréfritara og fyrirheiti sem gefið var í júlí eftir samráð og heimild frá ráðsmönnum.
Samfélags- og mannréttindaráð staðfestir fyrirheit um framlengingu samnings fyrir árið 2015. Styrkur nemur sömu upphæð og í fyrri samningi kr. 3,3 milljónir.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi.

5.Skákfélag Akureyrar - umsókn um endurnýjun á samningi - 2015

Málsnúmer 2015060184Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá Skákfélagi Akureyrar, dagsett 2. júní 2015, undirritað af Áskeli Erni Kárasyni formanni. Þar er óskað eftir nýjum samningi við félagið í stað samnings sem nú er runninn út. Einnig var lagður fram útreikningur á stigagjöf skv. reglum ráðsins.
Framkvæmdastjóra falið að gera nýjan samning til eins árs á sömu forsendum og eldri samningur byggði á. Ráðið mun fara í skoðun á öllum styrkveitingum ráðsins.
Ráðið felur framkvæmdastjóra einnig að ræða við forsvarsmenn félagsins um starf og rekstarlegan grundvöll félagsins.

6.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs - Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Lögð voru fram gögn sem bárust í tölvupósti 24. febrúar og 12. júní frá Herði Geirssyni fyrrverandi formanni og Ármanni Kolbeinssyni formanni Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar. Óskað er eftir nýjum samningi við félagið í stað samnings sem runninn er út.
Einnig var lagt fram stigamat samkvæmt reglum ráðsins.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem starfið virðist falla illa að reglum ráðsins. Framkvæmdastjóra falið að ræða við forsvarsmenn félagsins um samvinnu og möguleika á stuðningi Akureyrarbæjar.

7.Samfélags- og mannréttindaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014070062Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fundaáætlun ráðsins veturinn 2015-2016.
Samþykkt með fyrirvara um breytingar.

Fundi slitið - kl. 16:00.