Málsnúmer 2015050156Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 21. maí 2015 þar sem verkfræðistofan Efla f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, Norðurorku hf., kt. 550978-0169, Mílu ehf., kt. 460207-1690 og Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýbyggingu gatna og lagningu lagna veitustofna í Hagahverfi, A og B áfanga. Heildarlengd gatna er um 2000 m og vinnusvæðið um 10 ha. Áætlað er að fjarlægja um 70000 m3 af efni úr götustæðum og magn aðflutts fyllingarefnis er áætlað um 60000 m3. Efnið er sótt úr skilgreindum efnisnámum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist í byrjun júní 2015 og að hluti lóða verði byggingarhæfar í október 2015. Heildarframkvæmdum við þennan hluta hverfisins lýkur haustið 2016.
Meðfylgjandi eru uppdrættir dagsettir 5. apríl 2015 frá Eflu.
Samþykkt var að taka út af dagskrá lið sem var nr. 9 í útsendri dagskrá.