Málsnúmer 2014090264Vakta málsnúmer
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:
Erindi dagsett 22. september 2014 þar sem Friðbert Friðbertsson f.h. Sæluhúsa Akureyri ehf, kt. 591200-3130, sækir um breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 25. mars 2015 og unnin af Kristni Ragnarssyni arkitekt.
Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins. Um er að ræða breytingu á afmörkun svæðisins sem liggur að lóð Sunnutraðar 2. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu ehf, dagsett 25. mars 2015.
Tvær umsagnir bárust:
1) Minjastofnun Íslands, Sigurður Bergsteinsson, dagsett 30. janúar 2015.
Gömlu kartöflu- og kálgarðar Akureyringa eru austan við núverandi skipulagssvæði. Ólíklegt er að stækkunin til austurs nái að kálgörðunum en ekki er hægt að dæma um það fyrr en snjóa leysir og hægt verður að skoða aðstæður á vettvangi.
2) Norðurorka, dagsett 2. febrúar 2015. Regnvatnslögn liggur um suðurenda svæðisins. Ef færa þarf lögnina greiðir lóðarhafi þann kostnað sem af því hlýst. Lagnir innan svæðisins eru í eigu lóðarhafa.
Svör við umsögnum:
1) Ákveðið hefur verið að hafna lóðarstækkun til norðurs (sjá málsnr. 2015020045) og gefur athugasemdin því ekki tilefni til svars.
2) Ef færa þarf lagnir innan þess svæðis sem stækkunin nær til skal umsækjandi/lóðarhafi greiða þann kostnað sem af því hlýst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar þannig breyttar verði auglýstar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samhliða verði auglýst breyting á aðalskipulagi (sjá málsnr. 2015020045).
Baldvin Valdemarsson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að taka af dagskrá 2. lið, Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.