Bæjarstjórn

3372. fundur 21. apríl 2015 kl. 16:00 - 20:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Gunnar Gíslason
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Dagur Fannar Dagsson L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.
Baldvin Valdemarsson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að taka af dagskrá 2. lið, Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Búðargil, Sunnutröð 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014090264Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:
Erindi dagsett 22. september 2014 þar sem Friðbert Friðbertsson f.h. Sæluhúsa Akureyri ehf, kt. 591200-3130, sækir um breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 25. mars 2015 og unnin af Kristni Ragnarssyni arkitekt.
Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins. Um er að ræða breytingu á afmörkun svæðisins sem liggur að lóð Sunnutraðar 2. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu ehf, dagsett 25. mars 2015.
Tvær umsagnir bárust:
1) Minjastofnun Íslands, Sigurður Bergsteinsson, dagsett 30. janúar 2015.
Gömlu kartöflu- og kálgarðar Akureyringa eru austan við núverandi skipulagssvæði. Ólíklegt er að stækkunin til austurs nái að kálgörðunum en ekki er hægt að dæma um það fyrr en snjóa leysir og hægt verður að skoða aðstæður á vettvangi.
2) Norðurorka, dagsett 2. febrúar 2015. Regnvatnslögn liggur um suðurenda svæðisins. Ef færa þarf lögnina greiðir lóðarhafi þann kostnað sem af því hlýst. Lagnir innan svæðisins eru í eigu lóðarhafa.
Svör við umsögnum:
1) Ákveðið hefur verið að hafna lóðarstækkun til norðurs (sjá málsnr. 2015020045) og gefur athugasemdin því ekki tilefni til svars.
2) Ef færa þarf lagnir innan þess svæðis sem stækkunin nær til skal umsækjandi/lóðarhafi greiða þann kostnað sem af því hlýst.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar þannig breyttar verði auglýstar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samhliða verði auglýst breyting á aðalskipulagi (sjá málsnr. 2015020045).
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Einnig vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

2.Menntaskólinn á Akureyri, Laugargata, Möðruvallastræti og Barðstún - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015030149Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Formaður skipulagsnefndar lagði fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag "Menntaskólans á Akureyri og nærliggjandi íbúðasvæðis". Lýsingin er dagsett 15. apríl 2015 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur áherslu á að samráð verði haft við ferðaþjónustuaðila.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjaran og Innbærinn - deiliskipulagsbreyting Aðalstræti 4

Málsnúmer 2015040042Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Erindi dagsett 4. mars 2015 þar sem Þorsteinn Bergsson f.h. Minjaverndar hf, sækir um breytingu á deiliskipulagi svo mögulegt verði að gera kjallara undir húsið að Aðalstræti 4. Einnig er óskað eftir lítilháttar stækkun á byggingarreit til norðurs vegna utan á liggjandi trappa.
Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 15. apríl 2015, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit vegna utan á liggjandi trappa auk breytingar á nýtingarhlutfalli vegna byggingar kjallara og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Þátttaka nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum

Málsnúmer 2015040127Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að formaður fastanefndar sem á ekki sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Starfsáætlanir og stefnuumræða nefnda 2015 - íþróttaráð

Málsnúmer 2015040004Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða íþróttaráðs.
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun íþróttaráðs.
Almennar umræður.

6.Starfsáætlanir og stefnuumræða nefnda 2015 - umhverfisnefnd

Málsnúmer 2015040004Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða umhverfisnefndar.
Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.
Almennar umræður.

7.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2015040029Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Tekið fyrir erindi dagsett 26. mars 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar um að verkefnisstjórninni verði falið að auglýsa svæðisáætlunardrögin fyrir hönd sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Jafnframt verði verkefnisstjórn falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að fela verkefnisstjórninni að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarfélagsins og að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fela verkefnisstjórninni að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarfélagsins og að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.

8.Vistorka

Málsnúmer 2015030145Vakta málsnúmer

Kynning og umræða um umhverfisverkefni og stofnun fyrirtækisins Vistorku.

9.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 - seinni umræða

Málsnúmer 2014120127Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 16. apríl 2015:
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 1., 9. og 16. apríl 2015
Atvinnumálanefnd 1. og 10. apríl 2015
Bæjarráð 9. og 16. apríl 2015
Íþróttaráð 9. apríl 2015
Kjarasamninganefnd 23. mars 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 9. apríl 2015
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 13. apríl 2015
Skipulagsnefnd 15. apríl 2015
Stjórn Akureyrarstofu 26. mars 2015
Umhverfisnefnd 15. apríl 2015
Velferðarráð 15. apríl 2015


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 20:27.