Málsnúmer 2015120028Vakta málsnúmer
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. apríl 2016:
Argos ehf., Arkitektastofa Stefáns og Grétars, sótti með bréfi f.h. Minjaverndar dagsettu 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðahótel. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 27. janúar 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi er dagsett 27. apríl 2016 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 4. lið í útsendri dagskrá Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.