Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 176. fundur - 13.11.2014

Verkefnisstjóri menningarmála á Akureyrarstofu, Kristín Sóley Björnsdóttir, hefur hafið undirbúning að gerð safnastefnu fyrir Akureyrarbæ. Hún fer fram á að vinnuferlið sé skýrt með því að svara grundvallarspurningum sem hún leggur fram.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa ólaunaða nefnd til að ákvarða vinnuferli við gerð safnastefnu. Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Skúla Gautason framkvæmdastjóra Akureyrarstofu, Hildi Friðriksdóttur V-lista og Loga Má Einarsson S-lista í nefndina.

Stjórn Akureyrarstofu - 190. fundur - 11.06.2015

Greint frá stöðu mála í vinnslu safnastefnu Akureyrar.
Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu falið að semja við nýja aðila um ódýrari og betri geymslu fyrir Náttúrugripasafnið.

Stjórn Akureyrarstofu - 262. fundur - 04.10.2018

Í starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2019 hefur verið samþykkt að hefja vinnu við gerð menningar- og safnastefnu. Lagt er til að myndaður verði undirbúningshópur sem hafi það verkefni að gera beinagrind að verklagi og setji fram hugmynd að efnisþáttum slíkrar stefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við Kristínu Sóleyju Björnsdóttur viðburðastjóra MAK og Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnins að þau taki sæti í undirbúningshópi fyrir verkefnið ásamt þeim Þórgný Dýrfjörð deildarstjóra Akureyrarstofu og Almari Alfreðssyni verkefnastjóra menningarmála. Tillaga skal lögð fyrir stjórn á öðrum fundi nóvembermánaðar.

Stjórn Akureyrarstofu - 266. fundur - 29.11.2018

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu undirbúningshóps við nýja safnastefnu. Hópurinn mun skila drögum að verkáætlun á næsta fundi stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 268. fundur - 18.12.2018

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu lagði fram drög að ramma fyrir mótun safnastefnu.
Deildarstjóra Akureyrarstofu falið að vinna málið áfram og leggja fram verkáætlun vegna vinnu við gerð safnastefnu á seinni fundi stjórnar í janúarmánuði 2019.

Stjórn Akureyrarstofu - 270. fundur - 24.01.2019

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu við gerð safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að vinnu undirbúningshóps vegna safnastefnu verði lokið um miðjan febrúar.

Stjórn Akureyrarstofu - 272. fundur - 21.02.2019

Lögð fram tillaga undirbúningshóps að vinnuramma vegna mótunar nýrrar safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagðan vinnuramma og tillögu að skipan verkefnastjórnar og felur deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna málið áfram.

Stjórn Akureyrarstofu - 276. fundur - 16.04.2019

Stjórn Akureyrarstofu þarf að skipa tvo aðila í verkefnisstjórn um mótun safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Sigfús Karlsson og Finn Dúa Sigurðsson í verkefnastjórn um safnastefnu.

Stjórn Akureyrarstofu - 277. fundur - 02.05.2019

Lagt fram erindisbréf vegna verkefnastjórnar um gerð safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir erindisbréfið.

Stjórn Akureyrarstofu - 282. fundur - 15.08.2019

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu við safnastefnu.

Stjórn Akureyrarstofu - 287. fundur - 24.10.2019

Sigríður Örvarsdóttir verkefnastjóri safnastefnu kom á fundinn og gerði grein fyrir vinnu við safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigríði fyrir góða kynningu.

Stjórn Akureyrarstofu - 291. fundur - 19.12.2019

Drög að safnastefnu lögð fram til kynningar.



Stjórn Akureyrarstofu - 293. fundur - 23.01.2020

Drög að nýrri safnastefnu lögð fram til kynningar og umræðu.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að uppfæra drögin út frá þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 294. fundur - 06.02.2020

Drög að nýrri safnastefnu lögð fram til kynningar og umræðu.

Sigríður Örvarsdóttir verkefnastjóri safnastefnu sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að hefja samtal við aðra stofnaðila Minjasafnsins um að kannaður verði fýsileiki þess að sameina sögu- og minjasöfn sem eru að verulegu eða öllu leyti fjármögnuð af Akureyrarbæ og/eða varðveita mikilvæga sögu bæjarins.

Karl Liljendal Hólmgeirsson vék af fundi kl. 16:30.
Anna María Hjálmarsdóttir vék af fundi kl. 16:40.

Stjórn Akureyrarstofu - 295. fundur - 20.02.2020

Rætt um drög að safnastefnu, einstök verkefni og kostnað við þau.

Stjórn Akureyrarstofu - 299. fundur - 28.05.2020

Lagt fram minnisblað deildarstjóra Akureyrarstofu um stöðu vinnu við gerð safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að vinna við gerð stefnunnar verði lokið samhliða vinnu fjárhagsáætlunar 2021.

Stjórn Akureyrarstofu - 314. fundur - 25.02.2021

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu fór yfir stöðu mála.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að klára vinnu við safnastefnu fyrir 31. mars nk. Stefnan verður sérstakur kafli í menningarstefnu en endurskoðun hennar skal vera lokið fyrir 1. október.

Stjórn Akureyrarstofu - 317. fundur - 15.04.2021

Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fyrirliggjandi drög að Safnastefnu Akureyrarbæjar, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, ásamt aðgerðaáætlun, verði lögð fram til kynningar hjá hagaðilum.

Stjórn Akureyrarstofu - 319. fundur - 27.05.2021

Lagðar fram til kynningar athugasemdir sem fram hafa komið við safnastefnu Akureyrarbæjar.
Forstöðumanni Akureyrarstofu er falið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust.

Stjórn Akureyrarstofu - 320. fundur - 09.06.2021

Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir safnastefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3730. fundur - 10.06.2021

Liður 5 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 9. júní 2021:

Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir safnastefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu safnastefnunnar og vísar henni til umsagnar öldungaráðs og ungmennaráðs.

Öldungaráð - 15. fundur - 23.08.2021

Á fundi bæjarráðs þann 10. júní sl. var samþykkt að óska eftir umsögn öldungaráðs á Safnastefnu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð leggur til að inn í stefnuna verði bætt ákvæðum í anda stefnu um aldursvænt samfélag til að efla virkni og þátttöku eldra fólks. Þetta felur í sér gott aðgengi að söfnum og umhverfi sem er þægilegt fyrir eldra fólk t.d. stólar að sitja í og greinilegt letur á upplýsingum. Einnig að boðið verði upp á kynningar, dagskrár og heimsóknir, ferðir á söfnin, sérstök tilboð t.d. í verði og samvinnu við félagsmiðstöðvar og Félag eldri borgara.

Ungmennaráð - 19. fundur - 02.09.2021

Á fundi bæjarráðs þann 10. júní 2021var samþykkt að óska eftur umsögn ungmennaráðs um safnastefnu Akureyrarbæjar.
Ungmennaráð leggur áherslu á að auka aðgengi að söfnunum með betri samgöngum, hafa sýnilegri list utandyra til að auglýsa söfnin, hafa fleiri viðburði á söfnunum til að draga að fólk og að hafa upplýsingar bæði á íslensku og ensku.

Bæjarráð - 3750. fundur - 02.12.2021

Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til afgreiðslu.

Stefnan var samþykkt af stjórn Akureyrarstofu 9. júní sl. og vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Bæjarráð frestaði afgreiðslu stefnunnar á fundi sínum 10. júní sl. og vísaði henni til umsagnar öldungaráðs og ungmennaráðs. Þær umsagnir liggja nú fyrir.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir safnastefnuna og aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 328. fundur - 02.12.2021

Bæjarráð hefur lokið umfjöllun um safnastefnu Akureyrarbæjar og á henni hafa orðið nokkrar breytingar bæði vegna stjórnkerfisbreytinga en einnig vegna hagræðingar í rekstri.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 3505. fundur - 01.02.2022

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. desember 2021:

Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til afgreiðslu.

Stefnan var samþykkt af stjórn Akureyrarstofu 9. júní sl. og vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Bæjarráð frestaði afgreiðslu stefnunnar á fundi sínum 10. júní sl. og vísaði henni til umsagnar öldungaráðs og ungmennaráðs. Þær umsagnir liggja nú fyrir.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir safnastefnuna og aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti stefnuna.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir safnastefnuna og aðgerðaáætlunina með 11 samhljóða atkvæðum, þó með þeirri breytingu að í kaflanum um móttöku nýrra safna bætist við í a lið eftirfarandi: „Hópurinn skilar skriflegu rökstuddu áliti til bæjarráðs að lokinni vinnu sinni.“

Öldungaráð - 19. fundur - 23.02.2022

Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til kynningar. Stefnan var send til umsagnar hjá öldungaráði.

Eva Hrund Einarsdóttir formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs sat fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð lýsir ánægju með að farið var eftir umsögn öldungaráðs um stefnuna og viðbót gerð í samræmi við hana. Ráðið treystir því að unnið verði skv. þessu og sambærilegu ákvæði í aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks.