Stjórn Akureyrarstofu

282. fundur 15. ágúst 2019 kl. 14:00 - 17:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091Vakta málsnúmer

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins fór yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 2019.
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að nú þegar verði farið í hagræðingu í rekstri Listasafnsins og stefnt verði að því að hann verði innan fjárhagsáætlunar. Stjórnin telur að þær hugmyndir sem lagðar voru fram á fundinum séu ófullnægjandi. Stjórn felur jafnframt sviðsstjóra í samvinnu við fjársýslusvið að vinna úttekt á rekstri Listasafnsins á Akureyri á yfirstandandi rekstrarári.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020

Málsnúmer 2019050308Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020.
Í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2020 vill stjórn Akureyrarstofu kanna möguleika á því að selja Sigurhæðir og óskar eftir umsögn Minjasafnsins á Akureyri um þá tillögu.



Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að kanna möguleika á því að leigja eða selja húsnæði Deiglunnar.



Vegna takmarkaðrar nýtingar á frumkvöðlasetrinu við Glerárgötu 34 samþykkir stjórn Akureyrarstofu að segja upp samningum vegna starfseminnar við Glerárgötu og hún verði lögð niður í núverandi mynd. Í skoðun eru aðrar útfærslur í samstarfi við AFE.



Finnur Dúa fulltrúi V-lista er sammála bókuninni að öllu leyti en leggur áherslu á að Deiglan verði nýtt áfram undir menningar- og listatengda starfsemi.

3.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu við safnastefnu.

4.Beiðni um endurnýjun á samningi

Málsnúmer 2019080185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2019 frá Gesti Einari Jónassyni f.h. Flugsafns Íslands þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi um rekstrarstyrk til Flugsafnsins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir endurnýjun á rekstrarsamningi til þriggja ára að upphæð kr. 300.000 pr. ár.

5.Stytta af Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2019020048Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Maríu H. Tryggvadóttur verkefnastjóra ferðamála varðandi stöðu málsins.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

6.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að yfirvinna skuli vera innan áætlunar.

Fundi slitið - kl. 17:10.