Stjórn Akureyrarstofu

272. fundur 21. febrúar 2019 kl. 14:00 - 17:00 Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Finnur Sigurðsson
  • Kristján Blær Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Kristján Blær Sigurðsson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Stjórn Akureyrarstofu - samráðsfundir með forstöðumönnum

Málsnúmer 2018080020Vakta málsnúmer

Lára Ágústa Ólafsdóttir forstöðumaður héraðsskjalasafnsins kynnti starfsemi safnsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir greinargóða kynningu.

2.Skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafnsins á Akureyri og starfsemi héraðsskjalasafna

Málsnúmer 2019010129Vakta málsnúmer

Lára Ágústa Ólafsdóttir forstöðumaður héraðsskjalasafnsins fór yfir helstu atriði úr skýrslu um starfsemi Héraðsskjalasafnsins á Akureyri og starfsemi héraðsskjalasafna. Skýrslan var unnin af Þjóðskjalasafni Íslands.

3.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga undirbúningshóps að vinnuramma vegna mótunar nýrrar safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagðan vinnuramma og tillögu að skipan verkefnastjórnar og felur deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna málið áfram.

4.Íbúakort

Málsnúmer 2017090124Vakta málsnúmer

Umræða um næstu skref varðandi innleiðingu á íbúakorti.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnun að vinna málið áfram út frá umræðu á fundinum.

5.Iðnaðarsafnið - beiðni um fjárstuðning

Málsnúmer 2018080050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins og Jónu Sigurlaugu Friðriksdóttur safnverði þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi við rekstur Iðnaðarsafnsins. Erindið var áður á dagskrá fundar stjórnar þann 24. janúar sl.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki aukið við stuðning til Iðnaðarsafnsins umfram það sem gert er í dag. Vinna við gerð safnastefnu er nú að hefjast og mun stjórn Akureyrarstofu taka afstöðu til málefna Iðnaðarsafnsins þegar hún liggur fyrir í árslok.

6.Fundargerðir safnráðs Listasafnsins á Akureyri

Málsnúmer 2002040036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð safnsráðs Listasafnsins frá 12. febrúar 2019.

7.Lífið er LEIKfimi - áframhald á sýningu um Örn Inga Gíslason

Málsnúmer 2019020157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2019 frá Halldóru Arnardóttur, f.h. fjölskyldu Arnar Inga Gíslasonar, þar sem Akureyrarbæ eru boðin listaverk sem eftir hann liggja til láns. Hugmyndin er að gerður verði samningur milli Akureyrarbæjar og aðstandenda um að bærinn taki verkin til geymslu á sinn kostnað og að starfsfólki verði boðið að fá verk að láni til að hafa á skrifstofum og vinnurýmum.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir með safnráði Listasafnsins sem hafði tekið erindið til umfjöllunar á fundi sínum þann 12. febrúar sl. og getur ekki orðið við erindinu.

8.Þjónustukönnun Gallup 2018 - kynning í ráðum

Málsnúmer 2019020200Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður úr könnun Gallup á viðhorfi íbúa til þjónustu sveitarfélaga.

9.Kynningaráætlanir sviða 2019

Málsnúmer 2019020253Vakta málsnúmer

Lögð fram kynningaráætlun samfélagssviðs í samræmi við aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

10.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit þeirra kostnaðarstöðva sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

11.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli af dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

12.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Velferðarráð óskar eftir því að stjórn Akureyrarstofu geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að vinna aðgerðaáætlun í samræmi við stefnuna.

Fundi slitið - kl. 17:00.