Málsnúmer 2019030045Vakta málsnúmer
Þorsteinn S. Pétursson kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Óskar eftir að Akureyrarkaupstaður komi að því að bærinn verði uppbyggingarstaður fyrir verndun og viðhald tréskipa. Að hér verði þekking efld og nýnemar fengnir til starfa eftir því sem verkefni skapast. Hann leggur til að þetta verði samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Slippsins, Hafnasamlags Norðurlands, Háskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Þjóðminjasafns og Minjastofnunar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 7. mars og vísaði því til stjórnar Akureyrarstofu.