Stjórn Akureyrarstofu

328. fundur 02. desember 2021 kl. 16:15 - 17:40 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður akureyrarstofu ritaði fundargerð
  • Sumarliði Guðmar Helgason
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2022

Málsnúmer 2021060306Vakta málsnúmer

Teknar fyrir að nýju tillögur stjórnar Akueyrarstofu að hagræðingaraðgerðum vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun vegna ársins 2022.

Finnur Dúa Sigurðsson V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

2.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur lokið umfjöllun um safnastefnu Akureyrarbæjar og á henni hafa orðið nokkrar breytingar bæði vegna stjórnkerfisbreytinga en einnig vegna hagræðingar í rekstri.
Lagt fram til kynningar.

3.Styrkbeiðni - Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2021102304Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 21. október 2021 frá Iðnaðarsafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir að gerður verði styrktarsamningur við safnið til 5 ára.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir framlögum til reksturs Iðnaðarsafnsins og getur stjórn Akureyrarstofu því ekki orðið við erindinu. Í drögum að safnastefnu Akureyrarbæjar sem bæjarráð hefur samþykkt kemur fram að kannaður verði fýsileiki þess að Iðnaðarsafnið verði hluti af sameinuðu sögu- og minjasafni eða sameinist Minjasafninu á Akureyri verði fyrrnefndi kosturinn ekki að veruleika. Markmiðið er að vernda einstaka iðnaðar- og atvinnusögu Akureyrar sem Iðnaðarsafnið hefur haldið utan um og miðlað. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við varðveislu og sýnileik þessarar sögu til framtíðar.

4.Samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Akureyrarakademíunnar

Málsnúmer 2019040047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð Akureyrarakademíunnar um framkvæmd samstarfssamnings við Akureyrarbæ frá 25. maí 2021.

Fundi slitið - kl. 17:40.