Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2014070179

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 11. fundur - 11.08.2014

Fyrir fundinn var lagt fram til kynningar fjárhagsáætlunarferli á árinu 2014.

Skólanefnd - 13. fundur - 01.09.2014

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista yfirgaf fundinn kl. 16:25.

Skólanefnd - 14. fundur - 15.09.2014

Lögð voru fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2015 fyrir málaflokkinn. Þá voru forsendur og vinnulag kynnt.

Skólanefnd - 15. fundur - 22.09.2014

Farið var yfir stöðuna í vinnu við fjárhagsáætlun 2015 og unnið með einstaka þætti hennar.
Preben Jón Pétursson Æ-lista mætti á fundinn kl. 11:30 og Hanna Dögg Maronsdóttir varamaður D-lista mætti kl. 12:00.

Skólanefnd - 16. fundur - 29.09.2014

Farið var yfir stöðuna í vinnu við fjárhagsáætlun 2015 og unnið áfram með einstaka þætti hennar.

Skólanefnd felur fræðslustjóra, leikskólafulltrúa og rekstrarstjóra að vinna áætlunina áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Skólanefnd - 17. fundur - 01.10.2014

Undirbúningsfundur.

Á fundinum var unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Skólanefnd - 18. fundur - 13.10.2014

Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2015. Meðfylgjandi var greinargerð sem gaf mynd af þeim breytingum og forsendum sem voru fyrirliggjandi.

Tillagan gerir ráð fyrir því að rekstur ársins verði kr. 5.700.463.000, sem er kr. 611.472.000 hækkun frá áætlun 2014 eða um 12%. Þessi mikla hækkun skýrist af nýjum kjarasamningum, en launakostnaður hækkar um kr. 558.818.000 frá áætlun 2014 eða um 15,3%. Í tillögunni felst að gjaldskrár hækki um 4% á frístund og fæði, en um 7% á dvalartímann í leikskólum og skólagjöld Tónlistarskólans, frá næstu áramótum. Þjónustustig skólanna verði með sambærilegum hætti og verið hefur undangengin ár.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 ásamt tillögum að breytingum á gjaldsskrám og vísar henni til bæjarráðs.

Preben Jón Pétursson Æ-lista óskar bókað: Ég óska eftir því að skoðaðar verði mögulegar útfærslur á gjaldskrá leikskóla, þar sem hluti dagsins yrði gjaldfrjáls án kostnaðarauka fyrir bæinn. Ef það gengi eftir gæti bærinn tekið eitt skref í áttina að því að gera Akureyri að fýsilegasta búsetukosti landsins fyrir barnafólk.

Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna óskar bókað: Ég er alfarið á móti allri hækkun fæðisgjalda.

Skólanefnd - 23. fundur - 24.11.2014

Áshildur Hlín Valtýsdóttir vék af fundi kl. 15:45.
Fyrir fundinn var lögð fram endurskoðuð tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.

Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu..

Skólanefnd - 11. fundur - 15.06.2015

Áhrif samþykktar á vinnumat á launakostnað grunnskóla 2015. Árni Konráð Bjarnason fór yfir stöðuna.
Skólanefnd óskar eftir auknu fjármagni til að mæta kostnaði vegna vinnumatsákvæðis í nýjum kjarasamningi kennara.

Skólanefnd - 11. fundur - 15.06.2015

Sérkennsluþörf barna á leikskólum haustið 2015. Árni Konráð Bjarnason fór yfir málið.
Skólanefnd óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði að upphæð kr. 8.9 milljónir króna til að bregðast við aukinni sérkennsluþörf í leikskólum.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

2. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 15. júní 2015:
Áhrif samþykktar á vinnumat á launakostnað grunnskóla 2015. Árni Konráð Bjarnason fór yfir stöðuna.
Skólanefnd óskar eftir auknu fjármagni til að mæta kostnaði vegna vinnumatsákvæðis í nýjum kjarasamningi kennara.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að auka fjármagn til málaflokksins til að mæta kostnaði vegna vinnumatsákvæðis í nýjum kjarasamningi kennara.
Bæjarráð samþykkir 1. lið í viðauka nr. 5 dagsettan 6. júlí 2015.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

3. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 15. júní 2015:
Sérkennsluþörf barna á leikskólum haustið 2015. Árni Konráð Bjarnason fór yfir málið.
Skólanefnd óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði að upphæð kr. 8.9 milljónir króna til að bregðast við aukinni sérkennsluþörf í leikskólum.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að upphæð kr. 8.900.000.
Bæjarráð samþykkir 2. lið í viðauka nr. 5 dagsettan 6. júlí 2015.