Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Aðgerðaráætlun gegn hávaða, Akureyrarbær 2015-2020, var auglýst í Dagskránni 6. maí með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9.
Ein athugasemd barst frá Oddi Ólafssyni, dagsett 8. júní 2015.
Hann er eigandi Strandgötu 19B og upplýsir að mesta truflunin og hávaðamengunin sé vegna hröðunar bíla sem taka af stað á gatnamótum Strandgötu og Glerárgötu til norðurs. Í athugasemdinni, sem er í 11 liðum, eru tilgreindar lausnir sem gætu dregið úr hraða og hávaðamengun.
Skipulagsnefnd þakkar innsenda athugasemd og vísar henni áfram til nánari skoðunar þegar tekin verður ákvörðun um framkvæmdir við úrbætur á Glerárgötunni sem vinna þarf í samráði við Vegagerðina.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.