Bæjarráð

3464. fundur 09. júlí 2015 kl. 08:30 - 10:54 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Erfðafestuland nr. 933a - matsgjörð

Málsnúmer 2014110132Vakta málsnúmer

Lögð fram matsgjörð vegna erfðafestulands nr. 933a.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að innleysa erfðafestu nr. 933a samkvæmt matsgjörð Ólafs G. Vagnssonar ráðunauts dagsetta 29. maí 2015. Innleyst er erfðafesta nr. 933a fyrir utan girðingar innan spildu samtals að upphæð kr. 385.665.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015

Málsnúmer 2015040016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til maí 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2015 - viðauki nr. 4

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 4 dagsettur 18. júní 2015.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðann viðauka.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2014070179Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 15. júní 2015:
Áhrif samþykktar á vinnumat á launakostnað grunnskóla 2015. Árni Konráð Bjarnason fór yfir stöðuna.
Skólanefnd óskar eftir auknu fjármagni til að mæta kostnaði vegna vinnumatsákvæðis í nýjum kjarasamningi kennara.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að auka fjármagn til málaflokksins til að mæta kostnaði vegna vinnumatsákvæðis í nýjum kjarasamningi kennara.
Bæjarráð samþykkir 1. lið í viðauka nr. 5 dagsettan 6. júlí 2015.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2014070179Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 15. júní 2015:
Sérkennsluþörf barna á leikskólum haustið 2015. Árni Konráð Bjarnason fór yfir málið.
Skólanefnd óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði að upphæð kr. 8.9 milljónir króna til að bregðast við aukinni sérkennsluþörf í leikskólum.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að upphæð kr. 8.900.000.
Bæjarráð samþykkir 2. lið í viðauka nr. 5 dagsettan 6. júlí 2015.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015 - sérstakt umhverfisátak

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að lagðar verði 2 milljónir króna í sérstakt umhverfisátak til hreinsunar á bílhræjum og öðru drasli innan og utan lóða í bæjarfélaginu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarráð samþykkir 3. lið í viðauka nr. 5 dagsettan 6. júlí 2015.

7.Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Aðgerðaráætlun gegn hávaða, Akureyrarbær 2015-2020, var auglýst í Dagskránni 6. maí með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9.
Ein athugasemd barst frá Oddi Ólafssyni, dagsett 8. júní 2015.
Hann er eigandi Strandgötu 19B og upplýsir að mesta truflunin og hávaðamengunin sé vegna hröðunar bíla sem taka af stað á gatnamótum Strandgötu og Glerárgötu til norðurs. Í athugasemdinni, sem er í 11 liðum, eru tilgreindar lausnir sem gætu dregið úr hraða og hávaðamengun.
Skipulagsnefnd þakkar innsenda athugasemd og vísar henni áfram til nánari skoðunar þegar tekin verður ákvörðun um framkvæmdir við úrbætur á Glerárgötunni sem vinna þarf í samráði við Vegagerðina.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir aðgerðaráætlunina.

8.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting vegna frístundabyggðar við Búðargil

Málsnúmer 2015020045Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Skipulagslýsing var auglýst 5. mars 2015 í Akureyri Vikublaði. Drög að aðalskipulagsbreytingunni voru kynnt 25. mars 2015.
Skipulagsstofnun heimilaði auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni í bréfi dagsettu 15. apríl 2015.
Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu þann 29. apríl með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða voru auglýstar deiliskipulagsbreytingar fyrir Búðargil og fyrir Innbæ.
Engin athugasemd var gerð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

9.Lögmannshlíð - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu 'Lögmannshlíð - kirkjugarður'.
Lýsingin dagsett 24. júní 2015 er unnin af Ómari Ívarssyni skipulagsfræðingi hjá Landslagi ehf., sem kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Í bókun skipulagsnefndar 29. apríl 2015 var veitt heimild til að gera deiliskipulag af svæðinu eins og það er skilgreint í aðalskipulagi.
Í samræmi við bókun nefndarinnar frá 10. júní var gerð breyting á aðalskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. júní 2015.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

10.Melgerðisás - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Hörgárbraut, Skarðshlíð og Melgerðisás. Lýsingin er dagsett 24. júní 2015 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt sem kom á fundinn og kynnti hana.
Skipulagsnefnd þakkar Gísla fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Einnig felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi í samræmi við áherslur er fram koma í skipulagslýsingu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

11.Byggðastofnun - umsóknir í verkefnið Brothættar byggðir

Málsnúmer 2014040240Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð atvinnumálanefnd dagsett 1. júlí 2015:
Lagt fram svarbréf frá Byggðastofnun varðandi umsókn Akureyrarbæjar um þátttöku í verkefninu 'Brothættar byggðir'. Í bréfinu kemur fram að stjórn Byggðastofnunar hafi samþykkt umsókn sveitarfélagsins um þátttöku Hríseyjar og Grímseyjar í verkefninu.
Atvinnumálanefnd fagnar því að verkefnið sé að fara af stað í samstarfi við Byggðastofnun og leggur til að auglýst verði eftir verkefnastjóra vegna verkefnisins sem fyrst.
Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir verkefnastjóra og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

12.Öldungaráð

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18. júní sl.
Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram drög að samþykkt. Stjórn félags eldri borgara er þeim samþykk.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt.
Bæjarráð óskar eftir að Félag eldri borgara tilnefni 3 fulltrúa og 1 til vara í öldungaráðið.

13.Þjóðskrá Íslands - fasteignamat 2016

Málsnúmer 2015060205Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2016.

Fundi slitið - kl. 10:54.