Skólanefnd

18. fundur 13. október 2014 kl. 14:00 - 17:12 Brekkuskóli
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason fundarritari
Dagskrá
Formaður skólanefndar Bjarki Ármann Oddsson bauð Svövu Þórhildi Hjaltalín velkomna á hennar fyrsta fund í skólanefnd.

1.Heimsóknir í skóla

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Skólanefnd heimsótti Brekkuskóla og leikskólann Hólmasól. Gengið var um húsnæði skólanna og starfsemin kynnt. Um kynninguna sáu skólastjórar skólanna Jóhanna María Agnarsdóttir í Brekkuskóla og Alfa Björk Kristinsdóttir á Hólmasól.

Skólanefnd þakkar skólastjórunum fyrir kynninguna.

Anna Rósa Halldórsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna mætti á fundinn kl. 15:30.

2.Umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar

Málsnúmer 2014020104Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 7. október 2014, óskar skipulagsstjóri Akureyrarbæjar eftir umsögn skólanefndar um skýrslu með þarfagreiningu um aðgengis- og umferðaröryggismál við grunnskóla Akureyrar sem verkfræðistofan EFLA á Akureyri hefur unnið.
Starfsmaður EFLU, Margrét Silja Þorkelsdóttir ásamt Pétri Bolla Jóhannessyni skipulagsstjóra mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu þarfagreininguna.

Skólanefnd þakkar Margréti Silju og Pétri Bolla fyrir kynninguna.

Skólanefnd felur fræðslustjóra og leikskólafulltrúa að vinna umsögn um skýrsluna í samræmi við umræður á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2014070179Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2015. Meðfylgjandi var greinargerð sem gaf mynd af þeim breytingum og forsendum sem voru fyrirliggjandi.

Tillagan gerir ráð fyrir því að rekstur ársins verði kr. 5.700.463.000, sem er kr. 611.472.000 hækkun frá áætlun 2014 eða um 12%. Þessi mikla hækkun skýrist af nýjum kjarasamningum, en launakostnaður hækkar um kr. 558.818.000 frá áætlun 2014 eða um 15,3%. Í tillögunni felst að gjaldskrár hækki um 4% á frístund og fæði, en um 7% á dvalartímann í leikskólum og skólagjöld Tónlistarskólans, frá næstu áramótum. Þjónustustig skólanna verði með sambærilegum hætti og verið hefur undangengin ár.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 ásamt tillögum að breytingum á gjaldsskrám og vísar henni til bæjarráðs.

Preben Jón Pétursson Æ-lista óskar bókað: Ég óska eftir því að skoðaðar verði mögulegar útfærslur á gjaldskrá leikskóla, þar sem hluti dagsins yrði gjaldfrjáls án kostnaðarauka fyrir bæinn. Ef það gengi eftir gæti bærinn tekið eitt skref í áttina að því að gera Akureyri að fýsilegasta búsetukosti landsins fyrir barnafólk.

Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna óskar bókað: Ég er alfarið á móti allri hækkun fæðisgjalda.

Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 16:57.

4.Þriggja ára áætlun fræðslumála 2016-2018

Málsnúmer 2014100079Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að þriggja ára áætlun fyrir málaflokkinn fræðslumál.

Skólanefnd frestar afgreiðslu á framlagðri tillögu að þriggja ára áætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál 2016-2018 til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:12.