Skólanefnd

23. fundur 24. nóvember 2014 kl. 14:00 - 16:50 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Heimsóknir í skóla

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Skólanefnd heimsótti leikskólann Pálmholt. Gengið var um húsnæði skólans og starfsemin kynnt. Um kynninguna sá skólastjórinn Erna Rós Ingvarsdóttir.

Skólanefnd þakkar Ernu Rós fyrir góða kynningu.

2.Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri

Málsnúmer 2014110138Vakta málsnúmer

Birna M. Svanbjörnsdóttir forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri mætti á fundinn og kynnti starfsemi og samning háskólans við Akureyrarbæ um sérfræðiþjónustu. Þar sem samningurinn er að renna út leggur hún til að hann verði endurnýjaður.

Skólanefnd þakkar Birnu fyrir kynninguna og samþykkir að gengið verði til viðræðna við Háskólann á Akureyri og Miðstöð skólaþróunar HA um endurnýjun á samningi aðila.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir vék af fundi kl. 15:45.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2014070179Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð fram endurskoðuð tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.

Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu..

4.Samstarf um þróunarverkefni

Málsnúmer 2014110139Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri kynnti hugmyndir um samstarfsverkefni sem snýr að þjónustu við börn með ADHD og þjónustu í Frístund.

Skólanefnd felur fræðslustjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:50.