Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Lagðar voru fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. sem kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Umhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 5. desember 2013 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu starfshópsins um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar að stofna fólkvang í Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.