Málsnúmer 2011090003Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, leggur fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 24. október 2011 frá AVH ehf. og breytingaruppdráttur 15. september 2011.
Erindið tekið fyrir að nýju vegna ábendingar Skipulagsstofnunar um að deiliskipulagsbreytingin sé háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 sem kalli á gerð umhverfisskýrslu. Meðfylgjandi er umhverfisskýrsla dagsett 20. október 2011.
Skipulagsnefnd bendir á fyrri bókanir nefndarinnar frá 17. október 2008 og 28. apríl 2010 um efnisþætti sem hún samþykkti sem áherslur í vinnslu svæðisskipulagsins. Í innsendri skipulagslýsingu er ekki tekið á öllum þeim efnisflokkum sem nefndin óskaði eftir og er því óskað eftir að skipulagslýsingin verði endurskoðuð með það í huga og lögð fyrir nefndina til samþykktar að nýju.
Skipulagsnefnd telur eftirfarandi efnisflokka vanta í skipulagslýsinguna en bendir að öðru leyti á fyrri bókanir nefndarinnar frá 17. október 2008 og 28. apríl 2010 um áherslur og efnisþætti:
1. Fráveitumál. Afar lítið er fjallað um fráveituna að öðru leyti en því að Eyjafjörður verði skilgreindur sem "síður viðkvæmur viðtaki" og Pollurinn skilgreindur sem "viðkvæmur viðtaki". Þarf að skilgreina ítarlegar.
2. Sorpmál. Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í lýsingunni komi fram stefna um hvernig sorpmálum verði háttað á svæðinu til lengri tíma litið.
3. Umhverfismál. Texta vantar um almenna umfjöllun um náttúruna, stefnu um umferð á fjöllum, bæði vélknúna og aðra, t.d. á hestum eða gangandi manna.
4. Atvinnumál - ferðaþjónusta. Umfjöllun vantar um þennan mikilvæga málaflokk.