Málsnúmer 2011100074Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 19. október 2011 og 26. október 2011 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson og Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar kaffihúss í Lystigarði Akureyrar við Eyrarlandsveg 30.
Um er að ræða þrjár breytingar:
1. Stækkun á byggingarmagni 30m2. Bygging stækkar úr 150m2 í 180m2.
2. Breyting á texta í greinargerð í kafla 3.1.2 Kaffihús.
3. Lenging á skjólvegg til vesturs.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur unnin af X2 dagsettur 27. október 2011.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrslan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er því fyrri auglýsing deiliskipulagsbreytingarinnar felld úr gildi.