Málsnúmer 2011100074Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. október 2011:
Erindi dags. 19. október 2011 og 26. október 2011 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson og Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar kaffihúss í Lystigarði Akureyrar við Eyrarlandsveg 30.
Um er að ræða þrjár breytingar:
1. Stækkun á byggingarmagni 30m². Bygging stækkar úr 150m² í 180m².
2. Breyting á texta í greinargerð í kafla 3.1.2 Kaffihús.
3. Lenging á skjólvegg til vesturs.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur unninn af X2 hönnun-skipulagi dags. 27. október 2011.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á stærð kaffihússins og minniháttar textabreytingar í greinargerð. Breytingarnar varða ekki hagsmuni annarra en Akureyrarbæjar sem lóðarhafa og eiganda Lystigarðsins.
Í ljósi þessa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
("Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.")
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.