Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynnti stöðu biðlista eftir hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum, skammtímadvöl og dagvistarrýmum á ÖA. Lagt var fram yfirlit yfir biðlista eftir öldrunarþjónustu á Akureyri. Fækkað hefur á biðlistum eftir hjúkrunarrými og skammtímadvöl vegna mikilla breytinga á árinu, 14 eru á biðlista eftir hjúkrunarrými, 9 eftir dvalarrými, 13 eftir skammtímadvöl og 10 eftir dagvist á ÖA.
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir stöðunni í heimaþjónustu og heimahjúkrun.