Félagsmálaráð

1130. fundur 28. september 2011 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Sif Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Margrét Guðjónsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Öldrunarrými - staða biðlista 2011

Málsnúmer 2011010134Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri á búsetudeild kynntu stöðu biðlista í dagvistarþjónustu þar sem 11 einstaklingar eru í bið.
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynntu stöðuna á biðlista eftir skammtímadvöl en þar bíða 24 einstaklingar eftir að komast að. Bið eftir hjúkrunarrýmum virðist vera að aukast frá fyrri árum.

2.Fjárhagsáætlun 2011 - endurskoðun félagsmálaráð

Málsnúmer 2011090099Vakta málsnúmer

Brit Bieltvelt framkvæmdastjóri ÖA kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir 2011.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir búsetudeild.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeilar kynnti endurskoðaða áætlun 2011 fyrir sína deild og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti endurskoðaða áætlun 2011 fyrir heilsugæsluna.

3.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram til kynningar 9. fundargerð bakhóps Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.

4.Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014

Málsnúmer 2011010043Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild, Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram drög að nýrri starfsáætlun félagsmálaráðs.

Fundi slitið - kl. 17:00.