Málsnúmer 2013020051Vakta málsnúmer
Í framhaldi af ákvörðun félagsmálaráðs um að leita eftir sakavottorði vegna auðgunarbrota, voru gerðar breytingar á eyðublöðum sem umsækjendur undirrita og eru síðan send til sakaskrár. Svör sakaskrár eru að ekki sé heimilt að gefa umbeðnar upplýsingar og vísað til að hver umsækjandi þurfi að sækja slíkt sakavottorð til sýslumanns. Í því felst kostnaður, tími og fyrirhöfn sem raskar ráðningarferlinu og tímaramma þess.
Því er lagt til að í stað sakavottorðs sem greini auðgunarbrot og dóma, verði umsækjendum gert að undirrita eigin staðfestingu um að þeir hafi ekki gerst brotlegir né verið dæmdir skv. ákvæðum 26. kafla hegningarlaga.