Félagsmálaráð

1151. fundur 10. október 2012 kl. 14:00 - 16:45 Heilsugæslustöðin - fundarsalur 4. hæð
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson varaformaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá
Oktavía Jóhannesdóttir D-lista mætti á fundinn kl. 14:11.

1.Fjárhagserindi 2012 - áfrýjanir

Málsnúmer 2012010019Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2012080049Vakta málsnúmer

Listi yfir stöðuna á biðlistum eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ 30. september 2012 var lagður fram til kynningar.

Samkvæmt gögnum á fundinum kemur fram að biðlisti eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ hefur lengst umtalsvert undanfarin ár. Í september árið 2006 voru 66 umsækjendur á biðlista en eru nú á sama tíma 114. Starfshópur á vegum Akureyrarbæjar vinnur að úttekt á stöðu félagslegs leiguhúsnæðis sveitarfélagsins.

3.Öldrunarrými - staða biðlista

Málsnúmer 2011010134Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild, Friðný Björg Sigurðardóttir þjónustustjóri ÖA og Rannveig Guðnadóttir starfsmaður færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands kynntu stöðu á biðlistum eftir öldrunarrýmum og þjónustu á Akureyri.

Samkvæmt gögnum sem lögð voru fram á fundinum hafa biðlistar eftir dvalarrýmum, hvíldarrýmum og dagvistun lengst umtalsvert. Mögulegt er að fjölga dagvistarrýmum við núverandi aðstæður fáist til þess leyfi frá velferðarráðuneyti.

Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum af þessari þróun sem skýrist að hluta til af fækkun rýma, breyttri þjónustuþörf og fjölgun aldraðra.

4.Heilsugæslustöðin á Akureyri - skólaheilsugæsla

Málsnúmer 2012100057Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti Ískrá, skráningarforrit fyrir skólaheilsugæslu sem þróað var af skólaheilsugæslu í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og stendur landsbyggðinni til boða að taka upp.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og samþykkir að kerfið verði tekið í notkun á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.

5.Heilsugæslustöðin á Akureyri - gjafir

Málsnúmer 2012060077Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK sagði frá afhendingu Lionsklúbbs Akureyrar á skoðunarbekk sem félagið færði heilsugæslunni að gjöf í sumar.

Félagsmálaráð þakkar Lionsklúbbi Akureyrar fyrir góða gjöf.

6.Heilsugæslustöðin á Akureyri - Ársskýrsla 2009-2011.

Málsnúmer 2012100056Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti ársskýrslu heilsugæslunnar fyrir árin 2009-2011. Síðasta ársskýrsla kom út árið 2008 og því tekur nýja skýrslan til síðustu þriggja ára ásamt samanburði við fyrri ár.

7.Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014

Málsnúmer 2011010043Vakta málsnúmer

Verkefni í starfsáætlun rædd og farið yfir aðgerðalista vegna þeirra.

Frestað.

Fundi slitið - kl. 16:45.