Málsnúmer 2011010134Vakta málsnúmer
Kynnt var staða biðlista eftir hjúkrunar-,dvalar-, skammtíma- og dagvistarrýmum fyrir aldraða.
Aukin ásókn er í dagvistarrými og eru 17 manns á biðlista, auk þess eru 10 einstaklingar sem óska eftir aukinni þjónustu. Í bið eftir hjúkrunarrýmum á svæði HAK eru 20 einstaklingar og 11 bíða eftir dvalarrýmum. 37 einstaklingar eru á biðlista eftir skammtímadvöl. Biðlistar hafa verið að lengjast undanfarið ár.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild og Rannveig Guðnadóttir starfsmaður vistunarmatsnefndar sátu fundinn undir þessum lið.