Bæjarráð

3371. fundur 13. júní 2013 kl. 09:00 - 11:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúi S-lista mætti ekki á fundinn.

1.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til apríl 2013.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Ólafur Jónsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista, leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans leggja mikla áherslu á að aðhalds verði gætt í öllum rekstri bæjarins á árinu 2013. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins hefur verið neikvæð sl. tvö ár og þrátt fyrir að rekstraráætlun ársins geri ráð fyrir hagnaði, má lítið útaf bregða í rekstri þannig að dæmið snúist við.

2.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 15. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 22. apríl og fundargerð 16. fundar dags. 23. maí 2013. Fundurinn var tvískiptur fyrst var fundur hverfisráðsins og síðan almennur íbúafundur og aðalfundur hverfisráðsins.
Sigríður Stefánsdóttir tengiliður við hverfisráðið mætir á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Fundargerð 15. fundar lögð fram til kynningar ásamt fyrrihluta 16. fundar.

1., 2., 3. liður i), j), k) og 4. og 5. liður í fundargerð almenns íbúafundar og aðalfundar hverfisráðs eru einnig lagðir fram til kynningar.

Bæjarráð vísar 3. lið a) og g) til framkvæmdadeildar, 3. lið b) til Hafnasamlags Norðurlands, 3. lið e) til bæjarstjóra, 3. lið c) og f) til Fasteigna Akureyrarbæjar, 3. lið d) til Akureyrarstofu og 3. lið h) er vísað til Norðurorku hf.

3.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010212Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 49. fundar hverfisnefndar Naustahverfis dags. 21. maí 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir

Bæjarráð vísar 3. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar og framkvæmdadeildar, 1., 2., 4. og 5. liður eru lagðir fram til kynningar.

4.Hverfisnefnd Giljahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010293Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 10. fundar hverfisnefndar Giljahverfis dags. 27. maí 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfi/fundargerdir

Bæjarráð vísar 5. lið til framkvæmdadeildar, 1., 2., 3. og 4. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

5.Garðyrkjufélag Akureyrar - Eyjafjarðardeild - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013060113Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. júní 2013 frá gjaldkera Garðyrkjufélags Akureyrar - Eyjafjarðardeild þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 til starfsemi félagsins.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Holtateigur 2-22 - galli í akstursleiðum innan lóðar

Málsnúmer 2010070111Vakta málsnúmer

Bæjarráð fól á fundi sínum 31. mars 2011 bæjarlögmanni að vinna að málinu.
Bæjarstjóri kynnti samkomulag dags. 3. júní 2013 milli Akureyrarbæjar og Lóðarfélags Holtateigs 2-22 um lausn málsins í tengslum við galla í akstursleiðum innan lóðarinnar.

7.Önnur mál

Málsnúmer 2013010046Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram samkomulag dags. 22. maí 2013 um áframhaldandi samstarf Denverborgar og Akureyrarbæjar til næstu 2ja ára, sem undirritað var í heimsókn bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar til Denver í maí sl.

Fundi slitið - kl. 11:20.