Kjarnaskógur og Hamrar - deiliskipulag (SN090096), skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 2010030017

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 159. fundur - 12.06.2013

Skipulagsstjóri lagði fram skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags Kjarnaskógar og Hamra, útílífsmiðstöðvar skáta, dagsetta 12. júní 2013, unna af Hermanni Georg Gunnlaugssyni landslagsarkitekt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn - 3341. fundur - 25.06.2013

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. júní 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags Kjarnaskógar og Hamra, útílífsmiðstöðvar skáta, dags. 12. júní 2013, unna af Hermanni Georg Gunnlaugssyni landslagsarkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 164. fundur - 11.09.2013

Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 3. júlí 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Tillaga var unnin af Hermanni Gunnlaugssyni hjá Storð ehf.
Umsagnir og athugasemdir bárust:
1) Landsnet dagsett 3. júlí 2013.
Bent er á að ekki er minnst á nein viðmið varðandi rafmagnsöryggismál og mælir fyrirtækið með því að slík viðmið verði skilgreind.
2) Víðir Gíslason dagsett 7. júní 2013.
Telur brýnt að skipuleggja lagnaleið fyrir flutning raforku með jarðstengjum.
Telur að greina eigi frá 11kV háspennulína í greinargerð.
Einnig þarf að meta í heild áhrif háspennulína á starfsemi á svæðinu.
3) Mannvirkjastofnun dagsett 15. júlí 2013.
Leggur áherslu á að brunavarnir séu hafðar í huga og mælir með því að gerð verði brunahönnun af skipulagssvæðinu.
4) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra dagsett 11. ágúst 2013.
Ekki er gerð athugasemd en vakin athygli á mikilvægi þess að gerð sé grein fyrir fráveitum og hreinsivirkjum fyrir skólp á svæðinu.
5) Umhverfisstofnun dagsett 9. ágúst 2013.
a. Umhverfisstofnun bendir á að mikilvægt sé að upplýsingar um fráveitu frá starfsemi á svæðinu komi skýrt fram á deiiskipulagi.
b. Einnig er bent á að mikilvægt sé að hlífa sérkennilegum hömrum á svæðinu.
6) Hamrar útilífs- og umhverfismiðstöð skáta dagsett 16. júlí 2013.
a. Stjórn Hamra telur að gera þurfi grein fyrir 11kV háspennulínu og jarðstreng sem liggur um svæðið á uppdrætti.
b. Gera þarf grein fyrir framtíðarlegu vegar inn á svæðið og telur veg henta vel eins og hann er sýndur á deiliskipulagstillögu frá 2010.
c. Stjórnin leggur til að tillögu um útileguskála skátafélagsins verði haldið inni.

Svar við umsögunum og athugasemdum:

1)  Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu raflagna gegn um skipulagssvæðið og helgunarsvæði þeirra og í greinargerð með skipulaginu er gerð nánari grein fyrir lögnunum og takmörkun nýtingar innan helgunarsvæðis þeirra.

2)  Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu 11kV háspennulína og takmörkunum á nýtingu svæðisins vegna þeirra.

Varðandi flutningsleiðir raforku og gerð þeirra lagna þá verður það gert þegar þar að kemur með breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar.

3)  Slökkviliði Akureyrar verður send beiðni um umsögn þess um deiliskipulagstillöguna.

4)  Gerð er grein fyrir staðsetningu rotþróa á deiliskipulagssvæðinu í deiliskipulagstillögunni og fyrir framtíðaráformum um fráveitu í greinargerð.

5)  a. Sjá svar við lið 4.

b. Ekki er gert ráð fyrir að hömrum á svæðinu verði raskað.

6)  a. Sjá svar við lið 1.

b.  Á deiliskipulagsuppdrætti er sýnd framtíðarlega vegar inn á svæðið.

c.  Umræddur útileguskáli er utan þessa skipulagssvæðis.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3343. fundur - 17.09.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2013:
Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 3. júlí 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Tillaga var unnin af Hermanni Gunnlaugssyni hjá Storð ehf.
Umsagnir og athugasemdir bárust:
1) Landsnet dags. 3. júlí 2013.
Bent er á að ekki er minnst á nein viðmið varðandi rafmagnsöryggismál og mælir fyrirtækið með því að slík viðmið verði skilgreind.
2) Víðir Gíslason dags. 7. júní 2013.
Telur brýnt að skipuleggja lagnaleið fyrir flutning raforku með jarðstengjum.
Telur að greina eigi frá 11kV háspennulínum í greinargerð.
Einnig þarf að meta í heild áhrif háspennulína á starfsemi á svæðinu.
3) Mannvirkjastofnun dags. 15. júlí 2013.
Leggur áherslu á að brunavarnir séu hafðar í huga og mælir með því að gerð verði brunahönnun af skipulagssvæðinu.
4) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra dags. 11. ágúst 2013.
Ekki er gerð athugasemd en vakin athygli á mikilvægi þess að gerð sé grein fyrir fráveitum og hreinsivirkjum fyrir skólp á svæðinu.
5) Umhverfisstofnun dags. 9. ágúst 2013.
a. Umhverfisstofnun bendir á að mikilvægt sé að upplýsingar um fráveitu frá starfsemi á svæðinu komi skýrt fram á deiliskipulagi.
b. Einnig er bent á að mikilvægt sé að hlífa sérkennilegum hömrum á svæðinu.
6) Hamrar útilífs- og umhverfismiðstöð skáta dags. 16. júlí 2013.
a. Stjórn Hamra telur að gera þurfi grein fyrir 11kV háspennulínum og jarðstreng sem liggur um svæðið á uppdrætti.
b. Gera þarf grein fyrir framtíðarlegu vegar inn á svæðið og telur veg henta vel eins og hann er sýndur á deiliskipulagstillögu frá 2010.
c. Stjórnin leggur til að tillögu um útileguskála skátafélagsins verði haldið inni.
Svar við umsögnum og athugasemdum:
1) Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu raflagna gegnum skipulagssvæðið og helgunarsvæði þeirra og í greinargerð með skipulaginu er gerð nánari grein fyrir lögnunum og takmörkun nýtingar innan helgunarsvæðis þeirra.
2) Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu 11kV háspennulína og takmörkunum á nýtingu svæðisins vegna þeirra.
Varðandi flutningsleiðir raforku og gerð þeirra lagna þá verður það gert þegar þar að kemur með breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar.
3) Slökkviliði Akureyrar verður send beiðni um umsögn þess um deiliskipulagstillöguna.
4) Gerð er grein fyrir staðsetningu rotþróa á deiliskipulagssvæðinu í deiliskipulagstillögunni og fyrir framtíðaráformum um fráveitu í greinargerð.
5) a. Sjá svar við lið 4.
b. Ekki er gert ráð fyrir að hömrum á svæðinu verði raskað.
6) a. Sjá svar við lið 1.
b. Á deiliskipulagsuppdrætti er sýnd framtíðarlega vegar inn á svæðið.
c. Umræddur útileguskáli er utan þessa skipulagssvæðis.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfisnefnd - 86. fundur - 08.10.2013

Deiliskipulag fyrir Kjarnaskóg og Hamra tekið til umfjöllunar og afgreiðslu.

Umhverfisnefnd fagnar því að deiliskipulagstillaga fyrir þetta svæði liggi fyrir. Það er gott fyrir svæðið að það sé nú loks skipulagt með formlegum hætti. Þó vill nefndin árétta að fyrir útivistar- og tjaldsvæði er óviðunandi til framtíðar að þar liggi yfir háspennulínur og hafi veruleg sjónræn og umhverfisleg áhrif. Nefndin leggur til að í greinargerð komi afgerandi fram að línurnar verði horfnar í síðasta lagi árið 2020.

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Tillaga að deiliskipulagi Kjarnaskógar og Hamra var auglýst frá 25. september til 6. nóvember 2013.
Beiðnir um umsagnir voru sendar Mannvirkjastofnun, Heilbrigðiseftirliti NE, Slökkviliði Akureyrar, Norðurorku, Hömrum - útilífsmiðstöð skáta, Vegagerðinni, Rarik, Landsneti, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.

Umsagnir um deiliskipulagstillöguna bárust frá:
1) Vegagerðinni dagsett 25. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorku dagsett 15. október 2013 þar sem vakin er athygli á legu háspennujarðstrengs sem liggur í jaðri skipulagssvæðisins.
3) Skipulagsstofnun dagsett 10. október 2013.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna en stofnunin mun fara yfir málsgögn þegar þau berast að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar eftir auglýsingu skv. skipulagslögum.
4) Landsneti dagsett 28. október 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
5) Umhverfisstofnun dagsett 29. október 2013. Stofnunin bendir á mikilvægi þess að framtíðarsýn hvað varðar háspennulínur sé skýr og á meðan fráveita á svæðinu fer í rotþrær þurfa þrær og siturlagnir að uppfylla reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
6) Mannvirkjastofnun dagsett 24. september 2013.
Bent er á að ekki er heimilt að leggja háspenntar loftlínur yfir íbúðarsvæði, mikilvægar byggingar eða íþrótta- og útivistarsvæði. Þar sem háspenntar loftlínur liggja þegar um svæðið telur Mannvirkjastofnuna brýnt að ekki verði skipulagt íþrótta- og útivistarsvæði undir línunum né í næsta nágrenni þeirra.

Eftirfarandi athugasemdir við deiliskipulagstillöguna bárust á athugasemdartíma frá:
1) Víði Gíslasyni dagsett 16. september 2013. Hann telur að ekki hafi verið brugðist við fyrri athugasemd er varðar samráð við Mannvirkjastofnun.
2) Umhverfisnefnd dagsett 11. október 2013.
Nefndin leggur til að í greinagerð komi fram að línurnar verði horfnar í síðasta lagi árið 2020.
3) Jóni Inga Cæsarssyni dagsett 13. september 2013.
Hann telur ekki rétt að leggja fram tillögu sem festir í sessi raflínur í skipulagi svæðisins þar sem það gengur þvert á stefnu umhverfisnefndar Akureyrar og bendir því til stuðnings á bókun umhverfisnefndar frá 15. nóvember 2007.
4) Stjórn Hamra dagsett 3. nóvember 2013.
a. Raflínur á svæðinu skerða nýtingarmöguleika og leggur stjórnin til að línurnar verði horfnar fyrir árið 2020.
b. Svæði Þ7 - svæði fyrir smáhýsi. Óskað er eftir að byggingarreitur verði sameinaður fyrir öll húsin og þau færð norðar. Einnig er óskað eftir aksturstengingu við reitinn innan svæðis skátanna.
c. Skilgreina þarf reit fyrir hús undir snyrtingu sem er á milli svæða 15 og 16.
d. Útivistarstígur meðfram Brunná er ekki inni á uppdrætti, né stígur sem tengist Kjarnaskógi.
e. Stjórnin leggur til að svæðamörkum Hamra verði breytt.
f. Í kafla 4.3 þarf að leiðrétta að þjónustubygging verði skilgreind á tveimur hæðum, með risi eins og byggingin er nú.
g. Lagt er til að vegi að Hömrum verði lítillega breytt þar sem slys hafa orðið á kaflanum.
5) Isavia dagsett 5. nóvember 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á reglur um hindranafleti og telur því rétt að hæðartakmarkanir komi skýrt fram í skipulaginu.
6) Skógrækt ríkisins dagsett 6. nóvember 2013.
a. Í greinargerð er farið rangt með nokkur atriði er varða sögu Kjarnaskógar.
b. Skógræktin telur að meiri áherslur hefði átt að leggja á umferðarkerfi og öryggismál á svæðinu.
c. Ekki er fjallað nægilega um flokkun göngustíga og lagt er til að bundið slitlag verði á aðalstígum vegna aðgengis hjólastóla.
d. Í kafla 4 er fjallað um lóðarstærðir innan deiliskipulagsins. Þar eru 161,5 ha taldir vera 161,500 m² en eru 1,615,000 m².

Svör við umsögnum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2) Umræddur háspennustrengur liggur í jaðri skipulagssvæðisins þar sem ekki eru fyrirhugaðar neinar framkvæmdir.

3) Gefur ekki tilefni til svars.

4) Gefur ekki tilefni til svars.

5) Nú þegar liggja nokkrar háspennulínur í gegnum svæðið og er því lagt til í greinargerð að þær verði aflagðar fyrir 2020, sjá nánar í kafla 3.1.7.1.
Gert er ráð fyrir að rotþrær verði aflagðar þegar uppbygging 3. áfanga Naustahverfis hefst og íbúðabyggðin færist nær skipulagssvæðinu.

6) Sjá svar við nr. 5.

 

Svör við athugasemdum:

1) Fullt samráð var haft við Mannvirkjastofnun um tillöguna sbr. umsögn þeirra frá 15. júlí og 24. september 2013 en þar kemur fram að stofnunin leggur til að ekki verði skipulagt íþrótta- og útivistarsvæði undir línunum né í næsta nágrenni þeirra sem er í samræmi við auglýsta deiliskipulagstillögu. Á deiliskipulagsuppdrætti er helgunarsvæði vegna Laxárlínu 25 m og 40 m vegna Kröflulínu 2. 

2) Skipulagsnefnd tekur undir tillögu umhverfisnefndar um að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020 og leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við þá ákvörðun.

3) Nú þegar liggja nokkrar háspennulínur í gegnum svæðið og er því ekki verið að festa raflínur í skipulagi heldur fyrst og fremst verið að skilgreina stöðu þeirra og staðsetningu með þeim kvöðum um fjarlægðir sem fram koma í töflu 5.4.5.2 ÍST EN 50341-12:2001. Á deiliskipulagsuppdrætti er helgunarsvæði vegna Laxárlínu 25 m og 40 m vegna Kröflulínu 2. 
Lagt er til í greinargerð að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020, sjá nánar í kafla 3.1.7.1.

4) a. Skipulagsnefnd tekur undir tillögu umhverfisnefndar um að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020 og leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við þá ákvörðun.

b. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna en leggur til að umferðartenging að smáhýsunum verði einungis frá svæði skátanna.

c. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á uppdrætti.

d. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á uppdrætti.

e. Ekki er hægt að verða við ósk um stækkun svæðamarka Hamra þar sem umrætt svæði er innan svæðis Sólskóga.

f. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.

g. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á veglínu á uppdrætti.

5) Skipulagsnefnd leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við beiðni ISAVIA. 

6) a. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.

b. Aðkoma að svæðinu fyrir slökkvi- og sjúkrabíla er á skilgreindum ökuleiðum auk þess sem allir aðalstígar útivistarsvæðisins eru 3m að breidd þar sem slökkvi- og sjúkrabílar geta ekið um. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir bættri aðkomu að Hamrasvæðinu, sem auka á öryggi vegfarenda sbr. lið 4)g.

c. Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að aðalstígar verði með bundnu slitlagi í Kjarnaskógi ef framkvæmdaráð ákveður svo.

d. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3346. fundur - 19.11.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. nóvember 2013:
Tillaga að deiliskipulagi Kjarnaskógar og Hamra var auglýst frá 25. september til 6. nóvember 2013.
Beiðnir um umsagnir voru sendar Mannvirkjastofnun, Heilbrigðiseftirliti NE, Slökkviliði Akureyrar, Norðurorku, Hömrum - útilífsmiðstöð skáta, Vegagerðinni, Rarik, Landsneti, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.

Umsagnir um deiliskipulagstillöguna bárust frá:
1) Vegagerðinni dags. 25. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorku dags. 15. október 2013 þar sem vakin er athygli á legu háspennujarðstrengs sem liggur í jaðri skipulagssvæðisins.
3) Skipulagsstofnun dags. 10. október 2013.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna en stofnunin mun fara yfir málsgögn þegar þau berast að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar eftir auglýsingu skv. skipulagslögum.
4) Landsneti dags. 28. október 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
5) Umhverfisstofnun dags. 29. október 2013. Stofnunin bendir á mikilvægi þess að framtíðarsýn hvað varðar háspennulínur sé skýr og á meðan fráveita á svæðinu fer í rotþrær þurfa þrær og siturlagnir að uppfylla reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
6) Mannvirkjastofnun dags. 24. september 2013.
Bent er á að ekki er heimilt að leggja háspenntar loftlínur yfir íbúðarsvæði, mikilvægar byggingar eða íþrótta- og útivistarsvæði. Þar sem háspenntar loftlínur liggja þegar um svæðið telur Mannvirkjastofnuna brýnt að ekki verði skipulagt íþrótta- og útivistarsvæði undir línunum né í næsta nágrenni þeirra.

Eftirfarandi athugasemdir við deiliskipulagstillöguna bárust á athugasemdartíma frá:
1) Víði Gíslasyni dags. 16. september 2013. Hann telur að ekki hafi verið brugðist við fyrri athugasemd er varðar samráð við Mannvirkjastofnun.
2) Umhverfisnefnd dags. 11. október 2013.
Nefndin leggur til að í greinargerð komi fram að línurnar verði horfnar í síðasta lagi árið 2020.
3) Jóni Inga Cæsarssyni dags. 13. september 2013.
Hann telur ekki rétt að leggja fram tillögu sem festir í sessi raflínur í skipulagi svæðisins þar sem það gengur þvert á stefnu umhverfisnefndar Akureyrar og bendir því til stuðnings á bókun umhverfisnefndar frá 15. nóvember 2007.
4) Stjórn Hamra dags. 3. nóvember 2013.
a. Raflínur á svæðinu skerða nýtingarmöguleika og leggur stjórnin til að línurnar verði horfnar fyrir árið 2020.
b. Svæði Þ7 - svæði fyrir smáhýsi. Óskað er eftir að byggingarreitur verði sameinaður fyrir öll húsin og þau færð norðar. Einnig er óskað eftir aksturstengingu við reitinn innan svæðis skátanna.
c. Skilgreina þarf reit fyrir hús undir snyrtingu sem er á milli svæða 15 og 16.
d. Útivistarstígur meðfram Brunná er ekki inni á uppdrætti, né stígur sem tengist Kjarnaskógi.
e. Stjórnin leggur til að svæðamörkum Hamra verði breytt.
f. Í kafla 4.3 þarf að leiðrétta að þjónustubygging verði skilgreind á tveimur hæðum, með risi eins og byggingin er nú.
g. Lagt er til að vegi að Hömrum verði lítillega breytt þar sem slys hafa orðið á kaflanum.
5) Isavia dags. 5. nóvember 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á reglur um hindranafleti og telur því rétt að hæðartakmarkanir komi skýrt fram í skipulaginu.
6) Skógrækt ríkisins dags. 6. nóvember 2013.
a. Í greinargerð er farið rangt með nokkur atriði er varða sögu Kjarnaskógar.
b. Skógræktin telur að meiri áherslur hefði átt að leggja á umferðarkerfi og öryggismál á svæðinu.
c. Ekki er fjallað nægilega um flokkun göngustíga og lagt er til að bundið slitlag verði á aðalstígum vegna aðgengis hjólastóla.
d. Í kafla 4 er fjallað um lóðarstærðir innan deiliskipulagsins. Þar eru 161,5 ha taldir vera 161,500 m² en eru 1,615,000 m².
Svör við umsögnum:
1) Gefur ekki tilefni til svars.
2) Umræddur háspennustrengur liggur í jaðri skipulagssvæðisins þar sem ekki eru fyrirhugaðar neinar framkvæmdir.
3) Gefur ekki tilefni til svars.
4) Gefur ekki tilefni til svars.
5) Nú þegar liggja nokkrar háspennulínur í gegnum svæðið og er því lagt til í greinargerð að þær verði aflagðar fyrir 2020, sjá nánar í kafla 3.1.7.1.
Gert er ráð fyrir að rotþrær verði aflagðar þegar uppbygging 3. áfanga Naustahverfis hefst og íbúðabyggðin færist nær skipulagssvæðinu.
6) Sjá svar við nr. 5.

Svör við athugasemdum:
1) Fullt samráð var haft við Mannvirkjastofnun um tillöguna sbr. umsögn þeirra frá 15. júlí og 24. september 2013 en þar kemur fram að stofnunin leggur til að ekki verði skipulagt íþrótta- og útivistarsvæði undir línunum né í næsta nágrenni þeirra sem er í samræmi við auglýsta deiliskipulagstillögu. Á deiliskipulagsuppdrætti er helgunarsvæði vegna Laxárlínu 25 m og 40 m vegna Kröflulínu 2.
2) Skipulagsnefnd tekur undir tillögu umhverfisnefndar um að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020 og leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við þá ákvörðun.
3) Nú þegar liggja nokkrar háspennulínur í gegnum svæðið og er því ekki verið að festa raflínur í skipulagi heldur fyrst og fremst verið að skilgreina stöðu þeirra og staðsetningu með þeim kvöðum um fjarlægðir sem fram koma í töflu 5.4.5.2 ÍST EN 50341-12:2001. Á deiliskipulagsuppdrætti er helgunarsvæði vegna Laxárlínu 25 m og 40 m vegna Kröflulínu 2.
Lagt er til í greinargerð að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020, sjá nánar í kafla 3.1.7.1.
4) a. Skipulagsnefnd tekur undir tillögu umhverfisnefndar um að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020 og leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við þá ákvörðun.
b. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna en leggur til að umferðartenging að smáhýsunum verði einungis frá svæði skátanna.
c. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á uppdrætti.
d. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á uppdrætti.
e. Ekki er hægt að verða við ósk um stækkun svæðamarka Hamra þar sem umrætt svæði er innan svæðis Sólskóga.
f. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.
g. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á veglínu á uppdrætti.
5) Skipulagsnefnd leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við beiðni ISAVIA.
6) a. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.
b. Aðkoma að svæðinu fyrir slökkvi- og sjúkrabíla er á skilgreindum ökuleiðum auk þess sem allir aðalstígar útivistarsvæðisins eru 3m að breidd þar sem slökkvi- og sjúkrabílar geta ekið um. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir bættri aðkomu að Hamrasvæðinu, sem auka á öryggi vegfarenda sbr. lið 4)g.
c. Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að aðalstígar verði með bundnu slitlagi í Kjarnaskógi ef framkvæmdaráð ákveður svo.
d. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.