Málsnúmer 2010030017Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi Kjarnaskógar og Hamra var auglýst frá 25. september til 6. nóvember 2013.
Beiðnir um umsagnir voru sendar Mannvirkjastofnun, Heilbrigðiseftirliti NE, Slökkviliði Akureyrar, Norðurorku, Hömrum - útilífsmiðstöð skáta, Vegagerðinni, Rarik, Landsneti, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
Umsagnir um deiliskipulagstillöguna bárust frá:
1) Vegagerðinni dagsett 25. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorku dagsett 15. október 2013 þar sem vakin er athygli á legu háspennujarðstrengs sem liggur í jaðri skipulagssvæðisins.
3) Skipulagsstofnun dagsett 10. október 2013.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna en stofnunin mun fara yfir málsgögn þegar þau berast að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar eftir auglýsingu skv. skipulagslögum.
4) Landsneti dagsett 28. október 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
5) Umhverfisstofnun dagsett 29. október 2013. Stofnunin bendir á mikilvægi þess að framtíðarsýn hvað varðar háspennulínur sé skýr og á meðan fráveita á svæðinu fer í rotþrær þurfa þrær og siturlagnir að uppfylla reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
6) Mannvirkjastofnun dagsett 24. september 2013.
Bent er á að ekki er heimilt að leggja háspenntar loftlínur yfir íbúðarsvæði, mikilvægar byggingar eða íþrótta- og útivistarsvæði. Þar sem háspenntar loftlínur liggja þegar um svæðið telur Mannvirkjastofnuna brýnt að ekki verði skipulagt íþrótta- og útivistarsvæði undir línunum né í næsta nágrenni þeirra.
Eftirfarandi athugasemdir við deiliskipulagstillöguna bárust á athugasemdartíma frá:
1) Víði Gíslasyni dagsett 16. september 2013. Hann telur að ekki hafi verið brugðist við fyrri athugasemd er varðar samráð við Mannvirkjastofnun.
2) Umhverfisnefnd dagsett 11. október 2013.
Nefndin leggur til að í greinagerð komi fram að línurnar verði horfnar í síðasta lagi árið 2020.
3) Jóni Inga Cæsarssyni dagsett 13. september 2013.
Hann telur ekki rétt að leggja fram tillögu sem festir í sessi raflínur í skipulagi svæðisins þar sem það gengur þvert á stefnu umhverfisnefndar Akureyrar og bendir því til stuðnings á bókun umhverfisnefndar frá 15. nóvember 2007.
4) Stjórn Hamra dagsett 3. nóvember 2013.
a. Raflínur á svæðinu skerða nýtingarmöguleika og leggur stjórnin til að línurnar verði horfnar fyrir árið 2020.
b. Svæði Þ7 - svæði fyrir smáhýsi. Óskað er eftir að byggingarreitur verði sameinaður fyrir öll húsin og þau færð norðar. Einnig er óskað eftir aksturstengingu við reitinn innan svæðis skátanna.
c. Skilgreina þarf reit fyrir hús undir snyrtingu sem er á milli svæða 15 og 16.
d. Útivistarstígur meðfram Brunná er ekki inni á uppdrætti, né stígur sem tengist Kjarnaskógi.
e. Stjórnin leggur til að svæðamörkum Hamra verði breytt.
f. Í kafla 4.3 þarf að leiðrétta að þjónustubygging verði skilgreind á tveimur hæðum, með risi eins og byggingin er nú.
g. Lagt er til að vegi að Hömrum verði lítillega breytt þar sem slys hafa orðið á kaflanum.
5) Isavia dagsett 5. nóvember 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á reglur um hindranafleti og telur því rétt að hæðartakmarkanir komi skýrt fram í skipulaginu.
6) Skógrækt ríkisins dagsett 6. nóvember 2013.
a. Í greinargerð er farið rangt með nokkur atriði er varða sögu Kjarnaskógar.
b. Skógræktin telur að meiri áherslur hefði átt að leggja á umferðarkerfi og öryggismál á svæðinu.
c. Ekki er fjallað nægilega um flokkun göngustíga og lagt er til að bundið slitlag verði á aðalstígum vegna aðgengis hjólastóla.
d. Í kafla 4 er fjallað um lóðarstærðir innan deiliskipulagsins. Þar eru 161,5 ha taldir vera 161,500 m² en eru 1,615,000 m².