1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 20. nóvember 2015:
Lögð fram fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019, sem tekin var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. nóvember sl. og endurskoðun á rekstri Slökkviliðs Akureyrar m.t.t. sérfræðiaðstoðar.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð óskar eftir að sérfræðiþjónusta verði hækkuð hjá Slökkviliði Akureyrar um 1,5 milljónir króna og vísar því til bæjaráðs.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreislu fjárhagsáætlunar.
Ákvörðun um gjaldskrár er frestað.
Framkvæmdaráð óskar eftir að gerð verði úttekt á samningum um brunamál og upplýsingum um fastleigustæði ásamt skiptingu tekna hjá bifreiðastæðasjóði.