Málsnúmer 2023100652Vakta málsnúmer
Liður 8 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 17. október 2023 þar sem eftirfarandi tillaga var samþykkt:
Skipaður verði starfshópur þegar niðurstöður úr könnunum fræðslu- og lýðsheilsusviðs liggja fyrir um símanotkun/reglur í grunnskólum. Hópurinn yrði samsettur af einum úr meirihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs, einum úr minnihluta, einum náms- og starfsráðgjafa, einum skólastjórnanda, fulltrúa foreldra grunnskólabarna, fulltrúa ungmennaráðs, starfsmanni fræðslu- og lýðheilsusviðs og honum gert að rýna niðurstöðurnar og koma með tillögur um framhaldið.
Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og frístundaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.