Álagning gjalda - fasteignagjöld 2014

Málsnúmer 2013110131

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3390. fundur - 21.11.2013

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2014:

a) I) Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.
II) Fasteignaskattur hesthúsa verði 0,625% af fasteignamati húsa og lóða.

b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.

c) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.

d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.

e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.

f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis .....

g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum .....

h) Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.

Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2014 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2014. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.

Bæjarráð samþykkir liði a) til e) og lið h) í framlagðri tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2014 ásamt tillögu um gjalddaga fasteignagjalda og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðum f) og g).

Bæjarstjórn - 3347. fundur - 03.12.2013

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. nóvember 2013:
Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2014:

a) I) Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.
II) Fasteignaskattur hesthúsa verði 0,625% af fasteignamati húsa og lóða.

b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.

c) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.

d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.

e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.

f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis .....

g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum .....

h) Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.

Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2014 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2014. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.
Bæjarráð samþykkir liði a) til e) og lið h) í framlagðri tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2014 ásamt tillögu um gjalddaga fasteignagjalda og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðum f) og g).

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3348. fundur - 17.12.2013

Bæjarráð frestaði á fundi sínum þann 21. nóvember sl. afgreiðslu á liðum f) og g) í tillögu að álagningu fasteignagjalda á árinu 2014.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald kr. 7.853,90 pr. íbúð og kr. 117,80 pr. fermetra.
g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald kr. 15.707,80 pr. eign og kr. 117,80 pr. fermetra.
Árlegt vatnsgjald í sumarbústöðum/frístundahúsum skal að lágmarki vera kr. 22.248,20 á ári.
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum.
Aukavatnsgjald
Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða
aukavatnsgjald. Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mæli sem Norðurorka leggur til og er gjald fyrir mæli innifalið í fastagjaldi fyrir matseiningu. Mælar eru settir upp þar sem áætla má að vatnsnotkun sé mikil. Auk þessa er ákvæði í reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 sem heimilar innheimtu samkvæmt áætlun ef ekki er hægt að koma við mælingu.
Rúmmálsgjald 21,12 kr./m³. Fyrstu 100.000 m³.
Rúmmálsgjald 19,38 kr./m³. Eftir fyrstu 100.000 m³ til 250.000 m³.
Rúmmálsgjald 15,85 kr./m³. Eftir fyrstu 250.000 m³.
Miðað er við ársnotkun.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.