8. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 3. desember 2013:
Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson S-lista óskaði eftir að tekið yrði til umræðu í bæjarstjórn hvort setja ætti inn í framtíðinni ákvæði um ákveðið ráðningartímabil í ráðningarsamninga hjá stjórnendum Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:
Bæjarráði sem gegnir hlutverki stjórnsýslunefndar verði falið að yfirfara reglur um ráðningar embættismanna og æðstu stjórnenda bæjarins og skoða hvort eigi að samræma þær lögum og reglum sem eru í gildi hjá sambærilegum stéttum í vinnu hjá ríkinu.
Tillaga Loga Más Einarssonar var borin upp og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista og Oddur Helgi Halldórsson L-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:
Bæjarráði sem gegnir hlutverki stjórnsýslunefndar verði falið að yfirfara reglur um ráðningar embættismanna og æðstu stjórnenda bæjarins og skoða hvort eigi að samræma þær lögum og reglum sem eru í gildi hjá sambærilegum stéttum í vinnu hjá ríkinu.
Tillaga Loga Más Einarssonar var borin upp og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista og Oddur Helgi Halldórsson L-lista sátu hjá við afgreiðslu.