Stefnuumræða í bæjarstjórn 2012 - áætlun

Málsnúmer 2012010347

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3316. fundur - 07.02.2012

Lögð fram tillaga að umræðu um starfsáætlanir fastanefnda og 2ja B-hluta fyrirtækja 2012 svohljóðandi:
3. apríl stjórn Akureyrarstofu, 17. apríl skólanefnd, 8. maí umhverfisnefnd, 22. maí framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar , 5. júní samfélags- og mannréttindaráð, 19. júní skipulagsnefnd, 4. september félagsmálaráð, 18. september íþróttaráð, 2. október Hafnasamlag Norðurlands, 16. október Norðurorka og 6. nóvember stjórnsýslunefnd.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða áætlun með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3319. fundur - 17.04.2012

Starfsáætlun skólanefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætir Preben Jón Pétursson formaður skólanefndar og gerir grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.

Hlín Bolladóttir L-lista vék af fundi bæjarstjórnar við umræðu þessa liðar vegna vanhæfis og Nói Björnsson varamaður hennar mætti á fundinn undir þessum lið.

Almennar umræður urðu í kjölfarið.

Bæjarstjórn - 3321. fundur - 22.05.2012

Starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Oddur Helgi Halldórsson formaður framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

Bæjarstjórn - 3323. fundur - 19.06.2012

Starfsáætlun/stöðuskýrsla stjórnar Akureyrarstofu.
Halla Björk Reynisdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

 

Bæjarstjórn - 3327. fundur - 02.10.2012

Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi og formaður samfélags- og mannréttindaráðs gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

Bæjarstjórn - 3328. fundur - 16.10.2012

Starfsáætlun Norðurorku hf.
Geir Kristinn Aðalsteinsson bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Norðurorku hf gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

 

Bæjarstjórn - 3328. fundur - 16.10.2012

Starfsáætlun félagsmálaráðs.
Inda Björk Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

 

Bæjarstjórn - 3329. fundur - 06.11.2012

Starfsáætlun/stöðuskýrsla skipulagsnefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Helgi Snæbjarnarson formaður skipulagsnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun/stöðuskýrslu nefndarinnar.

Almennar umræður urðu í kjölfarið.

Bæjarstjórn - 3329. fundur - 06.11.2012

Starfsáætlun/stöðuskýrsla umhverfisnefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Hulda Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun/stöðuskýrslu nefndarinnar.

Almennar umræður urðu í kjölfarið.

Bæjarstjórn - 3330. fundur - 20.11.2012

Starfsáætlun/stöðuskýrsla Hafnasamlags Norðurlands.
Víðir Benediktsson varabæjarfulltrúi og formaður Hafnasamlags Norðurlands gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

 

Bæjarstjórn - 3331. fundur - 04.12.2012

Starfsáætlun/stöðuskýrsla íþróttaráðs.
Tryggvi Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun/stöðuskýrslu nefndarinnar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.