Naustahverfi 1. áfangi - Vörðutún 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090011

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 143. fundur - 12.09.2012

Erindi dagsett 3. september 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um stækkun á byggingarreit að Vörðutúni 4 til að byggja sólskála við húsið. Meðfylgjandi er grunnmynd og afstöðumynd eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðar verði grenndarkynnt.
Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dagsettri 12. september 2012 var tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga, dagsett 13. september 2012, grenndarkynnt frá 19. september til 17. október 2012.
Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3329. fundur - 06.11.2012

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dags. 12. september 2012 var tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga, dags. 13. september 2012, grenndarkynnt frá 19. september til 17. október 2012.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.