Samþykkt um búfjárhald - endurskoðun

Málsnúmer 2010080055

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 215. fundur - 20.08.2010

Lögð fram drög að samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað.

Forstöðumanni umhverfismála er falið að vinna áfram að málinu.

Framkvæmdaráð - 239. fundur - 30.09.2011

Lögð fram endurskoðuð samþykkt um búfjárhald.

Framkvæmdaráð felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu við endurskoðun samþykktarinnar.

Framkvæmdaráð - 242. fundur - 04.11.2011

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála lagði fram drög að nýrri samþykkt um búfjárhald.

Framkvæmdaráð samþykkir nýja samþykkt um búfjárhald.

Bæjarstjórn - 3312. fundur - 22.11.2011

3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 4. nóvember 2011:
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála lagði fram drög að nýrri samþykkt um búfjárhald.
Framkvæmdaráð samþykkir nýja samþykkt um búfjárhald.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samþykkt um búfjárhald til frekari yfirferðar í framkvæmdaráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Framkvæmdaráð - 243. fundur - 25.11.2011

Tekin fyrir að nýju samþykkt um búfjárhald sem vísað var aftur til framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar frá 22. nóvember 2011.

Frestað.

Framkvæmdaráð - 244. fundur - 09.12.2011

Tekin fyrir að nýju samþykkt um búfjárhald sem vísað var aftur til framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember sl. til frekari umræðu, en málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs 25. nóvember sl.
Einnig teknar fyrir athugasemdir Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa V-lista dags 24. nóvember 2011, en hún gerði að tillögu sinni að í samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði fellt út úr 2. grein samþykktarinnar setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi kofa vegna hænsna í görðum til skipulagsdeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir samþykkt um búfjárhald með áorðnum breytingum og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3314. fundur - 20.12.2011

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 9. desember 2011:
Tekin fyrir að nýju Samþykkt um búfjárhald sem vísað var aftur til framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember sl. til frekari umræðu, en málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs 25. nóvember sl.
Einnig teknar fyrir athugasemdir Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa V-lista dags 24. nóvember 2011, en hún gerði að tillögu sinni að í Samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði fellt út úr 2. grein samþykktarinnar setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi kofa vegna hænsna í görðum til skipulagsdeildar.
Framkvæmdaráð samþykkir Samþykkt um búfjárhald með áorðnum breytingum og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fram kom tillaga frá Oddi Helga Halldórssyni L-lista um að vísa samþykktinni með framkomnum breytingum aftur til framkvæmdaráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð - 246. fundur - 03.02.2012

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 19. janúar 2012 7. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. janúar 2012 til framkvæmdaráðs:
Andrea Hjálmsdóttir, Ásvegi 21, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Andrea Hjálmsdóttir óskar eftir að í nýrri Samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði felld út úr 2. grein setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi vegna hæsnakofa í görðum til skipulagsdeildar og skal samþykki nágranna fylgja umsókninni.
Greinargerð.
Akureyrarkaupstaður býr yfir skýrum byggingarreglugerðum sem gilda einnig um byggingu hænsnakofa í görðum og því ekki þörf á sérákvæði í búfjársamþykktinni hvað þetta varðar. Það er mikilvægt að taka fram að engar formlegar kvartanir hafa borist Akureyrarbæ vegna hænsnahalds í bænum og því verður ekki séð að hér sé um verulegt vandamál að ræða sem girða þarf fyrir. Hins vegar er ljóst að hænsnahald er fyrsta skref margra bæjarbúa að sjálfbærum lífsháttum. Áhugi íbúa á hænsnabúskap virðist vera að aukast sem er vel því um umhverfisvænan búskap sé að ræða þar sem hænurnar borða lífrænan úrgang af heimilinu.
Auk þess sem uppeldislegt gildi þess að einhverjir íbúar bæjarins velji að halda hænsn innan bæjarmarkanna er mikið. Það ætti því að vera bæjarfélaginu til framdráttar að stuðla að slíkum smábúskap íbúa og auka þannig fjölbreytileika samfélagsins fremur en að setja íþyngjandi reglugerðir sem letjandi eru fyrir áhugasama hænsnabændur.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista lagði fram tillögu um að sett yrði sérstakt ákvæði um að eigendur hana sem nú þegar eru haldnir, fái að halda þá meðan hanarnir lifa.

Tillaga Sigfúsar var felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Sigfúsar Arnars Karlssonar. 

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir samþykktina.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3316. fundur - 07.02.2012

Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað.
4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 3. febrúar 2012:
Bæjarráð vísaði á fundi sínum 19. janúar 2012 7. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. janúar 2012 til framkvæmdaráðs:
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Ásvegi 21, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir óskar eftir að í nýrri Samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði felld út úr 2. grein setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi vegna hæsnakofa í görðum til skipulagsdeildar og skal samþykki nágranna fylgja umsókninni.
Greinargerð.
Akureyrarkaupstaður býr yfir skýrum byggingarreglugerðum sem gilda einnig um byggingu hænsnakofa í görðum og því ekki þörf á sérákvæði í búfjársamþykktinni hvað þetta varðar. Það er mikilvægt að taka fram að engar formlegar kvartanir hafa borist Akureyrarbæ vegna hænsnahalds í bænum og því verður ekki séð að hér sé um verulegt vandamál að ræða sem girða þarf fyrir. Hins vegar er ljóst að hænsnahald er fyrsta skref margra bæjarbúa að sjálfbærum lífsháttum. Áhugi íbúa á hænsnabúskap virðist vera að aukast sem er vel því um umhverfisvænan búskap sé að ræða þar sem hænurnar borða lífrænan úrgang af heimilinu.
Auk þess sem uppeldislegt gildi þess að einhverjir íbúar bæjarins velji að halda hænsn innan bæjarmarkanna er mikið. Það ætti því að vera bæjarfélaginu til framdráttar að stuðla að slíkum smábúskap íbúa og auka þannig fjölbreytileika samfélagsins fremur en að setja íþyngjandi reglugerðir sem letjandi eru fyrir áhugasama hænsnabændur.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista lagði fram tillögu um að sett yrði sérstakt ákvæði um að eigendur hana sem nú þegar eru haldnir, fái að halda þá meðan hanarnir lifa.
Tillaga Sigfúsar var felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Sigfúsar Arnars Karlssonar.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir samþykktina.
Sigfús Arnar Karlsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt um búfjárhald með 9 atkvæðum gegn atkvæði Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3323. fundur - 19.06.2012

Lögð fram á ný tillaga að nýrri búfjársamþykkt, eftir endurskoðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða búfjársamþykkt með 9 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Fjarverandi var Hlín Bolladóttir L-lista.