Málstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2024010090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3860. fundur - 05.09.2024

Lögð fram drög að málstefnu Akureyrarbæjar, sem er mótuð í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Málstefnan fjallar um notkun á íslensku hjá Akureyrarbæ ásamt stefnu um aðgengi íbúa af erlendum uppruna, og þeirra sem nota táknmál og aðgengistól, að þjónustu og upplýsingum sveitarfélagsins.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir málstefnuna og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3549. fundur - 17.09.2024

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. september 2024:

Lögð fram drög að málstefnu Akureyrarbæjar, sem er mótuð í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Málstefnan fjallar um notkun á íslensku hjá Akureyrarbæ ásamt stefnu um aðgengi íbúa af erlendum uppruna, og þeirra sem nota táknmál og aðgengistól, að þjónustu og upplýsingum sveitarfélagsins.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir málstefnuna og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða málstefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.