Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. ágúst 2022:
Lögð fram drög Verkís verkfræðistofu að tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Norðurorku, Rarik, Fiskistofu, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs.
Eggert Ásgeirsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.