Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. desember 2022:
Lögð fram drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni sem mun taka til starfa 1. janúar 2023.
Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á velferðarsviði og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn þegar lokaútgáfa liggur fyrir og leggja fyrir bæjarstjórn.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir kynnti.