Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. desember 2021:
Lagðir fram lánssamningar frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna tveggja lána til Akureyrarbæjar að fjárhæð samtals kr. 700 milljónir. Annars vegar er um að ræða 500 milljóna króna lán til fjármögnunar á framkvæmdum og endurfjármögnun afborgana eldri lána og hins vegar er 200 milljóna króna lán til fjármögnunar uppbyggingar göngu- og hjólastíga.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar lántöku á fyrsta græna láni sveitarfélagsins, það markar ánægjuleg tímamót að Akureyrarbær taki sitt fyrsta græna lán vegna umhverfisvænna fjárfestinga s.s. stígagerðar, stétta og göngu- og hjólabrúa.
Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir hér með á bæjarráðsfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 700.000.000,- með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarráð samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, verðbætur auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.