Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. janúar 2019:
Lögð fram tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um breytingu á heiti sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember sl.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til að heiti sveitarfélagsins verði breytt úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að óska umsagnar örnefnanefndar um breytingatillöguna.
Hilda Jana Gísladóttir tók til máls og kynnti forsögu málsins og ástæðu þess að það er nú til umræðu.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hlynur Jóhannsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í fjórða sinn), Gunnar Gíslason (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen (í annað sinn), Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í fjórða sinn), Gunnar Gíslason (í fjórða sinn) og Hilda Jana Gísladóttir.