Skipulagslýsing var auglýst 4. mars á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Auglýsing birtist 5. mars í Akureyri vikublaði. Frestur til að skila inn ábendingum var til 20. mars 2015.
Ábendingar bárust frá:
1) Sjúkrahúsið á Akureyri, Bjarni Jónassson, dagsett 10. mars 2015.
Hönnun nýrrar aðkomu að sjúkrahúsinu, endurstaðsetningu bílastæða og þyrlupalls má ekki setja skorður sem og frekari nýtingu lóðarinnar til sjúkrahúss- og heilbrigðisstarfsemi til lengri framtíðar. Fyrirhugaðar breytingar munu takmarka það svigrúm og er þeim harðlega mótmælt.
2) Skipulagsstofnun, dagsett 12. mars 2015.
Ekki eru gerðar athugasemdir. Bent er á að leita þarf umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri og kynna skal tillöguna á vinnslustigi.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem unnin er af Árna Ólafssyni, frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dagsetta 25. mars 2015.