Málsnúmer 2012010115Vakta málsnúmer
3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. apríl 2015:
Sigríður Huld Jónsdóttir formaður velferðarráðs og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu stöðu samninga vegna Lautarinnar 2015.
Soffía lagði fram endurskoðaða fjárhagsáætlun vegna reksturs Lautarinnar árið 2015. Búið er að draga saman í rekstri þar sem ekki fengust áætlaðir styrkir sem sótt var um. Þrátt fyrir það er fjárþörf að upphæð kr. 1.550.000 og óskar velferðarráð eftir heimild bæjarráðs fyrir aukafjárveitingu sem þeirri upphæð nemur. Að fengnu samþykki bæjarráðs hefur framkvæmdastjóri búsetudeildar heimild til að ganga frá samningi fyrir árið 2015.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Logi Már Einarsson S-lista sat sjá við afgreiðslu.
Gunnar Gíslason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.