9. liður í fundargerð félagsmálaráðs dagsett 20. ágúst 2014:
Rekstrarsamningur um rekstur Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, rennur út 31. ágúst 2014. Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti málið og óskar heimildar félagsmálaráðs til að framlengja samninginn til 31. desember 2014.
Félagsmálaráð óskar eftir heimild bæjarráðs fyrir aukafjárveitingu að upphæð kr. 3.707.760 þannig að hægt verði að tryggja rekstur Lautarinnar út rekstrarárið. Að fengnu samþykki bæjarráðs hefur framkvæmdastjóri búsetudeildar heimild til að framlengja samninginn til 31. desember 2014. Félagsmálaráð telur brýnt að lausn verði fundin á rekstri Lautarinnar til framtíðar og felur formanni félagsmálaráðs og framkvæmdastjóra búsetudeildar að vinna málið áfram.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Félagsmálaráð samþykkir saminginn fyrir sitt leyti með breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til bæjarráðs.