Málsnúmer 2024121055Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 7/2025 - Tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar að flokkun tíu vindorkuverkefna. Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnastjórnar stóð í fjórar vikur, eða frá 12. desember 2024 til 10. janúar 2025, og var málið á dagskrá bæjarráðs 19. desember sl. Þetta er seinna umsagnarferlið um tillögurnar, sem gert er ráð fyrir að taki tólf vikur, og er umsagnarfrestur til og með 24. apríl 2025.
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að útfæra aðgerðaáætlun skv. 3. gr. stefnunnar um innleiðingu hennar. Fyrirséð er meðal annars að breytingar á stjórn Norðurorku þarfnast undirbúnings og koma til innleiðingar á aðalfundi félagsins 2026.